Bændablaðið - 23.10.2014, Qupperneq 16

Bændablaðið - 23.10.2014, Qupperneq 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014 Á Þórshöfn á Langanesi hefur verið veitingastaður við hafnarbakkann síðan árið 1994 þegar húsnæðið var gert upp og Hafnarbarinn opnaður. Í dag heitir staðurinn Báran og fyrir mánuði síðan tóku tveir Eistlendingar við rekstrinum en það eru þau Kadri Laube og Nik Peroš. Fyrir fjórum árum síðan kom Kadri fyrst til landsins og hafði ekki hugmynd um hvert hún væri að fara, bara að hún væri búin að ráða sig sem tónlistarkennara í lítið sjávarþorp á Íslandi. Planið var að stoppa í eitt ár þar sem börnin hennar búa með móður hennar og fjölskyldu í Eistlandi en fjórum árum seinna er hún hér enn. Allt sumarið er hún með fjölskyldunni í Eistlandi og spilar á tónleikum vítt og breitt, en hún er landsþekktur tónlistarmaður í þjóðlagatónlist. Hún segir að það sé mjög gaman að eiga svona tvö líf, annað á Íslandi sem kennari og nú í veitingarekstri, og hitt er í Eistlandi á bóndabæ með fjölskyldunni þar sem hún sinnir tónlistinni af kappi og vinnur einnig í tónlistarbúðum. Í sumar mun hún þó vera eitthvað á Íslandi líka með börnunum sínum og sinna veitingarrekstrinum. Hélt hann væri að fara til Þorlákshafnar Nik Peroš kom til Íslands árið 2011 með skólahóp frá Eistlandi en hann er menntaður kennari. Hann hafði komist í samband við eistneskan tónlistarkennara á Þórshöfn en þegar þau komu til Þórshafnar höfðu orðið mannaskipti og Kadri komin til starfa. Þannig kynntust þau fyrst. Eftir þessa heimsókn myndaðist samband á milli Grunnskólans á Þórshöfn og grunnskólans sem Nik vann við í Eistlandi og hafa unglingahópar ferðast í heimsóknir landanna á milli. Hann eignaðist vini á Þórshöfn og þegar Sóley Vífilsdóttir, eigandi Bárunnar, bauð honum sumarstarf í fyrra tók hann því. Í sumar kom hann aftur og upp úr því ákváðu þau Kadri að leigja reksturinn og stefna á að kaupa staðinn. Nik segist una sér vel á Þórshöfn og hlær að því að þegar hann kom til landsins hélt hann að leiðin lægi til Þorlákshafnar en það er nokkuð algengur misskilningur. Þótt hann sé ekki menntaður kokkur þá hefur hann að eigin sögn alist upp á veitingahúsum, faðir hans á veitingastað og hótel í Eistlandi og bræður hans tveir eru einnig kokkar. Hollari skyndibiti og matur úr héraði Nik hefur jafnan mörg járn í eldinum og í vetur kennir hann heimilisfræði við grunnskólann. Hann segir mikilvægt fyrir börnin að sjá einnig karlkyns matreiðslukennara því það sé oft of kynbundið starf. Hann segist leggja áherslu á það við krakkana að nýta allan mat og reynir að kenna þeim að það er hægt að búa til hollan mat á 5–10 mínútum úr einhverju sem þægilegt er að grípa í ísskápnum. Nik er ekki hrifinn af hefðbundnum skyndibita og segir þá menningu allt of sterka á Íslandi. Á Bárunni leggja þau áherslu á að bjóða upp á alls kyns mat fyrir sanngjarnt verð og vonast til að það skili sér í hollari matarvenjum hjá viðskiptavinum. Þau segja þetta leggjast vel í viðskiptavinina og þó nokkuð af ungu fólki hafi pantað pastarétti eða aðra rétti til heimtöku, sem áður hefði ekki pantað annað en pitsu. Á matseðlinum má meðal annars finna Quinoa-salat en það er eitthvað sem ekki sést víða hérlendis. Þau leggja einnig áherslu á að hafa kjöt og fisk frá heimafólki, sem og annað sem kaupa má í nágrenninu. Lifandi tónlist fyrir gesti Kadri segir að þau vilji að staðurinn hafi félagslegt gildi fyrir þorpsbúana, meira en bara stað til að borða góðan mat. Þau stefna að því að fá píanó og einhverjar tónlistaruppákomur verða í vetur enda er þetta einnig bar og skemmtistaður. En spilar hún sjálf fyrir gesti? Já, þegar stemning er fyrir því þá grípur hún harmonikkuna eða fiðluna enda jafnvíg á hin ýmsu hljóðfæri. Hún nefnir nýlegt dæmi þar sem skipsáhöfn hafi verið að skemmta sér og einn þeirra mætti með gítar, hún dró þá upp fiðluna á móti og úr varð hin mesta skemmtun alveg óundirbúið. Nik segist hafa áhuga á að auka ferðamannastraum á svæðið og hefur greinilega einhver áform í gangi þar er varðar ferðamenn frá Eistlandi. Hann segir það sorglegt að heyra fólk segjast hafa skoðað Ísland þegar það hefur ekki séð annað en Bláa lónið og Gullna hringinn. Hann vill að fólk sjái landið sjálft, menninguna og upplifi eitthvað annað er fjölfarna ferðamannastaði. Það er alveg óhætt að segja að þau séu efnileg í veitingarekstinum þessi tvö og getur blaðamaður vottað að maturinn er ljúffengur. /GBJ Umræða um uppruna merkingar og innihaldslýsingar á mat- vælum kemur upp reglu lega enda um nauðsynjamál að ræða. Neytendur eiga að sjálfsögðu rétt á að vita hvaðan maturinn þeirra kemur og hvað hann inniheldur. Rangar og villandi upplýsingar koma sér illa fyrir alla. Ein af þeim sögum sem skotið hafa upp kollinum og tengist villandi upplýsingum um innihaldslýsingar fjallar um fjölþjóðlegt matvælafyrirtæki sem framleiðir barnamat. Samkvæmt sögunni ætlaði fyrirtækið að stækka markaðssvæði sitt og lagði út í mikinn kostnað við að auka sölu barnamatar á svæðum þar sem ólæsi var mikið. Markaðssetningin misheppnaðist hins vegar ger sam- lega og fyrirtækið tapaði stórfé. Í góðri trú notaði það sömu mynd í auglýsingaherferð sinni og á umbúðirnar og það hafði gert með góðum árangri á Vesturlöndum. Myndin á umbúðunum sýndi ungbarn sem brosti út að eyrum. Markaðstæknar og auglýsinga- fræðingar fyrirtækisins reiknuðu ekki með menningarlegum mun svæðanna. Stór hluti væntanlegra kaupenda var ólæs og reiddi sig á myndir þegar hann valdi vörur í verslunum. Fólkið ályktaði sem svo að myndin af barninu á umbúðunum lýsti innihaldi þeirra og að fólk á Vesturlöndum hakkaði niður börn og borðaði þau úr dósum. Kjúklingar í flöskum Í svipaðri sögu er sagt frá kínverskum innflytjendum í Bandaríkjunum sem ekki kunna að lesa og reiða sig því á myndirnar á umbúðum neysluvara. Kínverjarnir kaupa flösku af kryddolíu með mynd af kjúklingi og skilja ekkert í því að kjúklingurinn skuli ekki renna úr flöskunni þegar þeir reyna að hella honum á diskinn. Ólíkir eiginleikar M&M Hugmyndir um innihalds- eiginleika matvæla geta tekið á sig sérkennilegar og huglægar myndir. Allt frá því M&M sælgæti kom á markað hafa verið uppi sögusagnir um mismunandi eiginleika hinna ólíku kúlna. Ef síðasta kúlan í pokanum er rauð er hægt að óska sér og ef hún er gul á sá sem hana fær að halda sig heima við daginn eftir. Appelsínugular kúlur veita gæfu en brúnar ógæfu. Rétt eftir 1970 fóru af stað sögur þess efnis að grænt M&M væri frábær kynhvati sem kæmi lötustu karlmönnum á fætur og kveikti undir hjá kynköldustu konum. Vil vita hvað ég er að borða Til skamms tíma reiddi ég mig nánast eingöngu á útlit umbúða við innkaup og eftir því sem myndirnar og litirnir höfðuðu meira til mín því meira keypti ég. Í seinni tíð hef ég í auknum mæli farið að lesa innihaldslýsingar og upprunamerkingar. Ég vil einfaldlega vita hvað ég er að kaupa og hvaðan það kemur. Það að umbúðir höfði til barna þýðir ekki endilega að innihaldið sé þeim hollt. Íslandsnaut frá Spáni eða baul í fernu er ekki það sem mig langar í þegar ég kaupi mér nautasteik og mjólk. /VH STEKKUR Hvert er innihaldið? Eistlendingar í veitingarekstri á Þórshöfn á Langanesi Myndir / GBJ Mikil natni er lögð í eldamennskuna

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.