Bændablaðið - 23.10.2014, Side 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014
Auk þess að framleiða sérlega
skrautlegar og skemmtilegar sápur
af ýmsu tagi, sóda-, basa-, raka-, og
fljótandi, útbýr Hrefna einnig skrúbba,
baðbombur, baðsölt og tepoka í bað
og ilmvax fyrir hitara.
Góðar viðtökur
„Það er ágætt að gera í þessu og ég
hef mjög gaman af því. Viðtökur hafa
verið góðar og ég er þakklát fyrir
það,“ segir Hrefna. Nefnir hún að
um aukavinnu eða tómstundagaman
sé þó fyrst og fremst að ræða, en samt
deymi hana stundum sápur á nóttunni.
„Það er virkilega gaman að fást
við þetta, fara í sveitina og sinna
þessu skemmtilega áhugamáli. Það
eru endalausir möguleikar og það er
líka ánægjulegt að fólki líkar varan
vel, það gefur byr í seglin.“
Annatími fram undan
Annatími er fram undan, en sápur
Hrefnu og baðvörur eru vinsælar til
jóla- og tækifærisgjafa.
„Það er yfirleitt mikil eftirspurn
á haustin og ég reyni að fara sem
mest í sveitina og birgja mig upp
af vörum fyrir jólin,“ segir hún.
Einnig annar hún sérpöntunum.
Yfir sumarið eru svonefndar
ferðamannasápur eftirsóttar, sápur
sem m.a. eru mótaðar eins og
Ísland, svo og jurtasápur og þæfðar
sápur, Þær eru seldar á fjölsóttum
áningarstöðum ferðamanna, einkum
á Suðausturlandi, og eru mikið
keyptar af erlendum ferðamönnum.
Hrefna fer einnig með vörur sínar á
markaði, einkum innan fjórðungsins
og um Suðausturland. Benedikt er að
hanna hillur sem notaðar verða undir
vörurnar, pabbi Hrefnu, Ingólfur,
smíðar mót og þá segir hún að áður
en nýjar sápur komi á markað prófi
fjölskyldumeðlimir þær fyrst.
„Þannig að það eru allir meira og
minna í þessu með mér,“ segir hún.
„Ég vil endilega að fólk noti sápurnar,
til þess eru þær, en auðvitað veit ég
að sumir nota þær bara til skrauts.“
/MÞÞ
„Það er ágætt að gera í þessu og ég hef mjög gaman af því. Viðtökur hafa verið góðar og ég er þakklát fyrir það.“
Hrefna er með heilbrigðisvottað
eldhús til sápugerðar.
Fram undan er mikil vinna, en
sápurnar eru vinsælar til jólagjafa
sem og tækifærisgjafa af öllu tagi.
Hér eru sápur í þroskun, en sá tími
varir í 4–6 vikur.
Þessar byssusápur eru með
lakkrísilmi.
Sápurnar hennar Hrefnu eru af
ýmsu tagi, m.a. eins og sleiki- og
frostpinnar.
Leitið upplýsinga!
Lyftigeta
1,5 - 150 tonn
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Fjölbreytt úrval krana
til margvíslegra nota
ásamt úrvali af
aukabúnaði
JIB
Bílkranar
Gálgi
í héraði hjá þér
Fóðurblandan Korngörðum 12 104 Reykjavík Sími 570 9800 Fax 570 9801 fodur@fodur.is www.fodur.is
Búfénaður skal
ávallt hafa aðgang
að saltsteini
FB Selfossi sími 570 9840 : FB Hvolsvelli sími 570 9850 : FB Egilsstöðum sími 570 9860
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri 700 - Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is
Er rétti tíminn til að breyta í heilfóðrun núna?
Einsleit blanda - Nákvæmari fóðrun - Aukið át - Aukin nyt - Betra efnainnihald mjólkur
BLÖNDUN GJÖF
Gjafabúnaður frá
7
5
8
ÁFYLLING
1
4
2
3
6
1
2
3
4
5
6
7
8
Fóðursíló
Kornvals
Áfylliborð
Afrúllari
Heilfóðurblandari
Gjafaband
Sjálfkeyrandi gjafavagn á braut
Gjafavagn, raf eða vélknúinn