Bændablaðið - 23.10.2014, Side 44

Bændablaðið - 23.10.2014, Side 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014 Utan úr heimi Afríka – heimsálfa tækifæranna? Afríka er næststærsta heimsálfa jarðar. Þar býr um sjöundi hluti íbúa heimsins, um 1 milljarður í 56 löndum á landsvæði sem er um 30 milljónir ferkílómetra eða sem svarar til um 20% af þurrlendi í heiminum. Í þessu ljósi þarf að setja ákveðinn fyrirvara um umfjöllunarefnið, enda ólíku saman að jafna, löndunum í norðurhluta Afríku eða suðurhluta Afríku. Undanfarin ár hefur Kína, og raunar Asía í heild sinni, verið miðpunktur vaxtar þegar horft er til sölu landbúnaðarvara og er svo enn. En þegar horft er lengra fram á veginn telja margir að Afríka muni taka við þessu kefli. Vissulega hefur útbreiðsla ebólu mikil áhrif í heimsálfunni núna og hriktir í stoðum efnahags þeirra landa þar sem ebólan hefur valdið mestu tjóni og mannfalli. Bæði vegna þessa, og þeirrar staðreyndar að heimsálfan hefur þurft á fjárhagsstuðningi hjálparstofnana að halda í langan tíma, er Afríka sjaldan nefnd sem heimsálfa tækifæranna. Við nánari skoðun má hins vegar sjá að þar eru gríðarleg tækifæri og sjáanleg mikil sóknarfæri á komandi árum. Heimsálfan er í miklum efnahagslegum vexti, flytur mikið inn af landbúnaðarvörum í dag en er jafnframt með afar gott en ónotað landbúnaðarland. 5% heimsframleiðslunnar á kjöti Þrátt fyrir stærð sína þá stendur heimsálfan ekki fyrir nema um 5% af heimsframleiðslunni á kjöti, með um 14 milljón tonna framleiðslu af nautgripa-, lamba-, kjúklinga-, svína- og geitakjöti, og þar skarar Suður-Afríka fram úr með um 20% af öllu því kjöti sem framleitt er í heimsálfunni! Þar á eftir kemur svo Egyptaland með um 10% heildarframleiðslunnar. Vegna lítillar framleiðslu á kjöti er þegar á heildina er litið verulegur innflutningur á kjöti til Afríku og hefur innflutningurinn aukist um 300% á undanförnum áratug. Alls er talið að nettóinnflutningurinn á kjöti til Afríku núna nemi um 1,7 milljónum tonna og leiðir þessi heimsálfa nú vöxt á markaði og spá því margir að svo verði áfram bæði í kjöti og fleiri landbúnaðarvörum. Meðalnytin ekki nema 800 kíló Rétt eins og með kjötframleiðsluna í Afríku þá er mjólkurframleiðslan afar vanþróuð í flestum lönd- unum, þó ekki öllum. Talið er að í heimsálfunni séu um 42 milljónir mjólkurkúa en að framleiðsla hverrar kýr sé ekki nema um 800 kíló á ári að jafnaði. Þarna eru því sjáanleg mikil tækifæri bæði í ráðgjöf til bænda en einnig í ræktun og þá síðar aukinni framleiðslu mjólkur. Þetta hafa einnig mörg alþjóðleg fyrirtæki í mjólkuriðnaði séð og undanfarin misseri hafa þau verið að koma sér fyrir á markaðinum í Afríku og ætla sér klárlega stóra hluti í heimsálfunni. Þannig berast t.d. nánast vikulega fregnir af uppkaupum eða nýfjárfestingum í mjólkuriðnaði í Afríku. Margar hendur vinna létt verk Enn sem komið er eru mörg af þeim svína- og kúabúum sem er búið að koma upp ekki verulega tæknivædd. Skýringin felst m.a. í hefðunum í heimsálfunni, þar sem vaninn eða hefðin er að margir starfi að hlutunum og leysi þá saman. Að sama skapi eru launagreiðslur ekki íþyngjandi svo flestum hugnast vel að hafa marga í vinnu. Það leiðir til samheldni og léttir reksturinn. En á hverju byggja spádómar margra um að Afríka sé heimsálfa tækifæranna? Sumir horfa þar til fjögurra grunnþátta sem eru til staðar; stöðugleiki, fólksfjölgun, gnótt auðlinda og ónýtt tækifæri í landbúnaði. Stöðugleikinn Þrátt fyrir að það sé ekki pólitískur stöðugleiki í öllum löndum Afríku hafa orðið miklar framfarir á undanförnum áratug eða svo með mun færri átökum og meiri fyrirsjáanleika við rekstur landanna. Aukinn stöðugleiki hefur svo leitt til uppgangs fyrirtækja og vaxa þau hratt þessi misserin. T.d. er talið að árið 2030 verði verg framleiðsla heimsálfunnar þreföld á við það sem hún er nú. Fjölgun fólks Samhliða uppgangi fyrirtækja í Afríku eykst kaupgeta fólks með Útlit fyrir góða humaluppskeru Bjóráhugamenn í Bretlandi eru glaðir á svipinn þessa dagana enda bendir flest til þess að humaluppskera í ár verði með betra móti enda vaxtarskilyrði fyrir humal víða mjög góð. Spár fyrir humaluppskeru í Hereford- og Worcesterskíri eru mjög góðar enda vaxtarskilyrði fyrir humal á yfirstandandi vaxtartímabili nánast fullkomin. Uppskera í Kent og öðrum héruðum í Suður-Englandi er sögð vera meiri en síðastliðin tvö ár þrátt fyrir minni rigningu en vonast var eftir. Í kjölfar humaluppskerunnar á Bretlandseyjum fylgja víða bjórhátíðir þar sem gestir fá tækifæri til að smakka tugi ef ekki hundruð ólíkra gerða af bjór frá litlum bjórgerðum. Ólík kvæmi af humal framkalla mismunandi bragð sem er allt frá því að vera rammbiturt yfir í að vera silkimjúkt. /VH Mynd / fao/alessandra benedetti Kornuppskera í Suður-Afríku. Plast, miðar og tæki Krókhálsi 1 110 Reykjavík www.pmt.is BAKKAPÖKKUNARVÉL ISHIDA NANO prentar límmiða um leið og hún pakkar. Auðveld í notkun og tekur lítið borðpláss. Sjáðu sýningrvél hjá okkur á Krókhálsi 1 núna! Nánari upplýsingar í síma 567 88 88 NANO ER MEÐ NÝJUSTU GERÐ AF ISHIDA MIÐAVOG. VERÐIÐ KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART!

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.