Bændablaðið - 23.10.2014, Side 20

Bændablaðið - 23.10.2014, Side 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014 Um 10.000 afbrigði nytjaplantna frá um 100 löndum voru nýlega send til varðveislu í fræhvelfingunni á Svalbarða. Varðveisla erfðaefnis er gríðarlega mikilvæg til að tryggja fæðuöryggi í framtíðinni. Í sendingunni er meðal annars að finna fjölda afbrigða af plöntum eins og hveiti, bygg, maís, jarðhnetum, ýmissa austurlenskra ávaxtaplantna og grænmetis frá Afríku. Í hvelfingunni eru fyrir fræ af um 850.000 afbrigðum plantna sem geyma í sér þúsunda ára ræktunarsögu. Afbrigðin sem fara til geymslu núna eru meðal annars frá löndum Búlgaríu, Kólumbíu, Indland og Taívan. Undanfarna áratugi hafa loftslagsbreytingar, eyðing búsvæða, ófriður, mengun og einræktun gert það að verkum að fjöldi ræktunarafbrigða hefur dregist saman og sum jafnvel dáið út. Frægeymslunni á Svalbarða, sem gengur undir nafninu Dómsdagshvelfingin, er ætlað að varðveita fágæta stofna nytjaplantna svo hægt sé að grípa til þeirra við kynbætur plantna í framtíðinni gerist þess þörf. /VH Fræ tíu þúsund afbrigða nytjaplantna send til varðveislu á Svalbarða: Dómsdagshvelfingin gæti verið okkar eina von þekking & tækni Allt að 69% meira af andoxunarefnum í lífrænt ræktuðum afurðum: Ræktunaraðferðir hafa áhrif á gæði matvara Hópur alþjóðlegra sérfræðinga undir stjórn háskólans í Newcastle á Bretlandseyjum segist hafa sannað að lífrænt ræktaðar afurðir innihaldi allt að 60% meira af andoxunarefnum en afurðir sem ræktaðar eru samkvæmt hefðbundnum ræktunaraðferðum. Þrátt fyrir ágreining um gagnsemi andoxunarefna bendir ýmislegt til að þau geti dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum og jafnvel krabbameini. Einnig er talið að þau geti dregið úr hættu á æðakölkun og blóðtappa auk þess að minnka myndun á hrukkum. Niðurstöður rannsóknanna, sem eru þær stærstu sinnar tegundar, voru birtar í British Journal of Nutrition. Niðurstöðurnar sýna að með því að breyta um mataræði og borða eingöngu lífrænt ræktaða ávexti, grænmeti og korn þurfi einstaklingar minni skammt til að taka upp sama magn af andoxunarefnum en úr sömu fæðu sem ekki er lífrænt ræktuð. Rannsóknirnar sýndu einnig að hlutfall þungmálma var verulega mikið hærra í ávöxtum, grænmeti og korni sem var ekki lífrænt ræktað. Tilbúinn áburður dregur úr magni andoxunarefna Prófessor Carlo Leifert, sem leiddi rannsóknina, segir að niðurstöður rannsóknanna séu góð viðbót í þekkingarbanka neytenda þar sem upplýsingar um ólíkar ræktunaraðferðir séu oft og tíðum ruglingslegar og jafnvel villandi. Leifert segir að rannsóknirnar sýni svo ekki verði um villst að það hvernig matur er ræktaður hafi ótvíræð áhrif á gæði fæðunnar. Dæmi um það er að þegar mikið er notað af tilbúnum nitur- og fósforáburði dregur það úr magni andoxunarefna í afurðunum. Notkun slíks áburðar er ekki leyfð í lífrænni ræktun. Meira vítamín og færri kaloríur Samkvæmt mælingum rann- sóknar teymisins var styrkur andoxunarefna í lífrænt ræktuðum afurðum á bilinu 18 til 69% hærri en í afurðum ræktaðum samkvæmt aðferðafræði hefðbundins land- búnaðar. Einnig var mælanlegt magn af vítamínum meira í lífrænt ræktuðum ávöxtum og grænmeti. Með því að borða lífrænt er neytandinn því að fá meira af andoxunarefnum og vítamínum en minna af kaloríum. Að meðaltali mældist 48% minna af þungmálminum kadmíum í lífrænum afurðum. Kadmíum er einn þriggja þungmálma, auk blýs og kvikasilfurs, sem má samkvæmt reglum Evrópusambandsins einungis finnast í takmörkuðu magni í matvælum. Þar sem notkun á tilbúnum áburði er óheimil í lífrænni ræktun mældist magn niturs í slíkum afurðum mun minna en öðrum. Hátt niturhlutfall er talið óæskilegt í matvælum og talið geta aukið líkur á krabbameini í maga og öðrum meltingarsjúkdómum. Víða mældist magn skordýra- eiturs yfir leyfilegum mörkum í spínati, höfrum, ferskjum, appelsínum, jarðarberjum, salati og eplum, svo nokkur dæmi séu nefnd, sem ekki voru lífrænt ræktuð. /VH Háskólinn á Hólum auglýsir eftirfarandi kynbótahross til sölu 1. Svaði IS2009158304 (BLUP 124) 2. Flugnir IS2009158309 (BLUP 117) 3. Alfa IS2008258307 (BLUP 118) Öll hrossin hafa verið sýnd í kynbótadómi. Skrifleg tilboð þurfa að berast skrifstofu skólans í síðasta lagi 10. nóvember nk. Merkt: Háskólinn á Hólum, Guðmundur Eyþórsson – tilboð í hross. Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Frekari upplýsingar hjá sveinn@holar.is.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.