Skírnir - 01.01.1985, Page 36
32
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
í Grasaferðinni, sem prentuð var í síðasta árgangi Fjölnis, voru
birt fjögur kvæði, tvö frumkveðin og tvö þýdd af Jónasi Hall-
grímssyni. Um hana systur mína og þýðing á kvæði Oehlen-
schlágers / kirkjugarðinum höfðu ekki komið áður á prent, hin
kvæðin, Heílóar-vísa og Meíargrátur höfðu áður verið prentuð í
Fjölni.
Flest kvæðanna í Fjölni voru birt undir nafni, nema þýðingarn-
ar, þar er höfundanna jafnan getið og oft heitis kvæðisins á frum-
málinu. Ólafur Indriðason hefir fullt nafn undir kvæði sínu
Vetrarkoman á Austfjörðum, 1836 og Tómas Sæmundsson segir
deili á Guðnýj u Jónsdóttur frá Klömbrum á undan kvæði hennar.
Hins vegar setur Jónas Hallgrímsson ekki nafn sitt eða stafi undir
fyrstu kvæðin, en undir Saknaðarljóðum standa stafirnir J. H. í
fyrsta skipti, og aftur undir Gunnarshólma í næsta árgangi á eftir,
en það eru hvorki nafn né stafir undir ljóðum hans og ljóða-
þýðingum í sjötta árgangi Fjölnis sem hefir að geyma fleiri ljóð og
ljóðaþýðingar eftir Jónas en nokkur annar árgangur ritsins. Sami
háttur var hafður á í næsta árgangi varðandi kvæði og kvæðaþýð-
ingar Jónasar. Hins vegar eru stafir undir kvæðum hans og
kvæðisþýðingu í áttunda árganginum. Undir kvæði BjarnaThor-
arensens í þriðja árgangi Fjölnis, Kjisstu mig aptur, stendur staf-
urinn Þ. Hins vegar talan 22 undir kvæðum hans í næsta árgangi
og undir þýðingu Gríms Thomsens á Alpaskjittunni sem fylgir á
eftir ljóðum Bjarna, en undir ljóðum Bjarna Thorarensens í
fimmta árgangi Fjölnis birtist stafurinn Þ á ný. Síðasta kvæði
Bjarna í Fjölni 1843 var prentað að honum látnum. Þar segir svo:
„Svo kvað Bjarni amtmaður“, og neðanmáls er bætt við: „Hann
fór á nemdarfund í Reikjavík, og mun þetta vera síðast ljóðmæla
hans.“ G. Torfason stendur undir kvæði Guðmundar, Draumór-
ar. Gísli Thorarensen setti ekki neitt undir Bókasöluna, en G.
Thórarensen er undir kvæðinu Til móður minnar á banasœnginni
og S. Th. undir kvæðinu Kveðja sem kemur næst á eftir. Hins
vegar er ekkert undir eftirmælum eftir Jónas Hallgrímsson í síð-
asta árgangi Fjölnis. Stafirnir Gr. Þ. standa undir kvæði Gríms
Thomsens Ólund í sjöunda árgangi Fjölnis og gríski stafurinn y er
undir kvæðum Benedikts Gröndals í síðasta árganginum.3 Hins
vegar eru hvorki stafir né nafn undir kvæði Jóns Thoroddsens í