Skírnir - 01.01.1985, Page 59
SKÍRNIR VERKEFNI ÍSLENSKRAR HEIMSPEKISÖGU
55
Rit þessi eru allmerkileg í íslenzkum bókmentum, einkum vegna málsins, því
að þessi eru hin elztu heimspekisrit, er komið hafa á íslenzku, enda úir hér og
grúir af nýjum orðum, sem sjálfsagt mætti nota margt af enn þá.14
Því miður mun þetta síðasta ofmælt hjá Jóni, en rétt er það að
hér og hvar kann að leynast eitt og eitt orð sem nothæft mætti telj-
ast nú á dögum. Þannig er til dæmis um orðið „riðill" sem liggur
beint við að nota um kategóríur Aristótelesar. En um önnur orð
verður ekki hið sama sagt. Til að mynda vafðist það lengi fyrir
undirrituðum hvað átt væri við með orðinu „forslag“ í setningum
á borð við „þá formliga dispositio eitt einfalt forslag eftir spurn-
ingum að útleggja", en eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að
hér var á ferðinni tökuþýðing úr þýsku sem notuð var til að tákna
latneska orðið propositio eða „fullyrðing“, „setning". Margt
fleira er af svipuðum toga í þessari þýðingu. En á hitt ber einnig
að líta, að hér er í fyrsta sinn gerð tilraun til að snúa heilli rökfræði
yfir á íslensku og raunar má segja að í því hafi Magnús prúði verið
að öllu leyti í takt við tíðarandann. Fyrsta rökfræðin sem samin
var á þýsku var einmitt Díalektík Fuchsbergers, en hún kom út
árið 1533. Til gamans má geta þess að fyrsta rökfræði á ensku mun
vera The Rule of Reason eftir Thomas Wilson frá 1551, en á
frönsku Dialectique eftir Petrus Ramus frá 1555. En til þess að
menn haldi ekki að Magnús prúði hafi verið eini maðurinn á 16.
öld sem hugsun sína skiljanlegan búning á móðurmálinu í að
klæða ei tekist hafi, þá skal hér tilgreind setning úr annarri rök-
fræði, enskri, frá 1578: „Gainsaying shewsays are two shewsays,
the one a yeasaye and the other a maysaye, changing neither
forset, backset nor verbe.“15
Rökfræðirit af því,tagi sem Magnús prúði sneri á íslensku voru
mjög í tísku á endurreisnartímanum, einkum upp úr 1500. Frum-
kvöðull þeirra mun vera ítalinn Lorenzo Valla (1407-57) sem
réðist harkalega á skólaspekinga og Aristóteles og taldi aðferðir
þeirra með öllu ótækar til þess að komast að raunverulegri þekk-
ingu. Rökfræði í stíl Aristótelesar byggðist á vissu og nauðsyn-
legu röksambandi, en Valla benti á að eina vissan væri sú að menn
vissu ekki neitt og hélt fram rökfræði hins mögulega og líklega
sem hann nefndi díalektík og bjó yfir tilvísun til rökræðna við