Skírnir - 01.01.1985, Page 60
56
GUNNAR HARÐARSON
SKÍRNIR
málaferli og tók meira mið af Cíceró en Aristótelesi. Auk þess fór
ekki hjá því að endurreisnarmönnum þætti rökfræði skólaspek-
innar ögn stirfin, að minnsta kosti í samanburði við samræður
Platóns, sem þá voru nýlega komnar fram á sjónarsviðið.
Hugmyndir Valla voru teknar upp af Rudolf Agricola (1443-
85) í ritinu De inventione dialectica, sem náði mikilli útbreiðslu í
Þýskalandi á 16. öld, og síðar af Pétri Ramusi (1515-72). Ramus
var franskur rökfræðingur og stærðfræðingur og sennilega einn
fyrsti franski tískuheimspekingurinn sem sögur fara af. Rit hans
náðu gífurlegri útbreiðslu á 16. öld ofanverðri, einkum í löndum
mótmælenda, og var ástæðan sú að hann hafði snúist til fylgis við
Kalvín og verið drepinn, af fræðilegum andstæðingi að sagt var, í
vígunum á Bartólómeusarmessu 1572. Þar með var hann orðinn
píslarvottur mótmælenda á fræðasviðinu og rökfræði hans varð
ofan á þar sem mótmælendur réðu skólum og var meðal annars
þýdd á ensku 1594. Mjög skiptar skoðanir voru um rökfræði hans
og skiptust menn í fylkingar ramista, hálf-ramista og and-ramista
á þessum árum. Ramus var ákafur andstæðingur Aristótelesar og
í skrifum sínum dró hann alla rökfræði undir einn hatt sem hann
nefndi ars disserendi eða rökræðulist. Nú á dögum þykir Ramus
ekki ýkja frumlegur sem heimspekingur, en helsta framlag hans
er talin sú áhersla sem hann lagði á umfjöllun um aðferðarfræði
heimspeki og vísinda. Ramus og reyndar öll sú hreyfing sem hann
er fulltrúi fyrir, má í ýmsu tilliti teljast undanfari Descartes, sem
las Ramus, og áhrifa hans gætir meðal annars í hinni frægu ritgerð
Descartes, Orðrœða um aðferð, sem talin er marka upphaf heim-
speki nútímans.
En því er svo fjölyrt um Ramus og endurreisnarrökfræði hans
hér, að til eru í handriti skýringar við Díalektík hans sem Brynj-
ólfur biskup Sveinsson las fyrir skólasveinum í Skálholti þrisvar í
viku veturinn 1640 og tvo vetur síðan. Þessar skýringar eru á lat-
ínu, varðveittar í handriti í Árnasafni í Kaupmannahöfn.16
Brynjólfur Sveinsson er einna fremstur þeirra íslendinga sem lagt
hafa stund á heimspeki og hann mun hafa átt eitt hið stærsta safn
heimspekibóka sem um getur í eigu einstaklings hérlendis. Nú er
þess ekki kostur hér að fjalla um skýringar Brynjólfs við rökfræði
Ramusar, til þess eru rannsóknir á ritinu of skammt á veg