Skírnir - 01.01.1985, Page 62
58
GUNNAR HARÐARSON
SKÍRNIR
ræðumaður góður, og segir Jón Halldórsson um síðari dvöl hans
í Danmörku að hann
stúdéraði enn eitt ár í Kaupenhafn; tamdi sér mjög disputatiuaðferð Pétri
Rami, og varð hinn flóknasti og rammasti disputator. Svo bar við, að Brynj-
ólfur skyldi einu sinni opponera eður finna hvað hann kynni á móti nokkurri
disputatiu D(octoris) Brochmanns (lærðasta manns og mesta disputatoris þá í
Kaupenhafn) opinberlega á auditorio, þegar það var sem fjölmennast, og í ná-
veru þess konunglega húss. Gat Brynjólfur þá með sínum ástæðum og argu-
mentis svo krept að D(octor) Brochmann og flækt fyrir honum, að ei fékk
rekið þau til baka eður úr þeim greitt, og þóttist fá af því stóran kinnroða, gat
og varla liðið Brynjólf á Academienu eptir það.21
En auk þess að vera „hinn flóknasti og rammasti disputator“
var Brynjólfur einnig annálaður grískumaður. Segir sagan að
Grikki nokkur sem þar var á ferð hafi haft á orði við Resen yngri
að grískukunnátta hins íslenska „Brinholdus" væri með eindæm-
um. Resen vildi ganga úr skugga um hvort svo væri og bauð þeim
til miðdegisverðar daginn eftir. Brynjólfur frétti hvað til stóð í
tæka tíð og
. . . stúderaði þar fyrir kostgæfilega þá nótt alla, uppkastandi úr Organa Ar-
istotelis nokkrar quæstiones intricatiores, sem commentatoribus hafði öld-
ungis ekki um samið, og moveraði þær sömu, yfir biskupsins sál (uga) Resenii
borði, við þennan sama hálærða kennimann í nærveru D(octoris) Resenii. Og
þá þeir höfðu vel og lengi þennan discursum haldið sín í millum, j afnan talandi
græce, stóð upp loksins Romanus Nicephorus, og þakkaði guði hugarlátlega,
sem svoddan eruditionem og menntir hefði gefið Norðurálfunni, að jafnvel úr
hennar norðasta eylandi fyndist svoddan lærð persóna, sem svo vel og expe-
dite talaði grískt tungumál, sem hann væri fæddur grískur og þar hjá þeim inn-
lendur . . ,22
Jón Helgason hefur nú samt látið þau orð falla í grein sinni um
bókasafn Brynjólfs biskups, að það megi mikið vera „ef ekki
disputatiuaðferð: rökræðuaðferð.
disputator: rökræðumaður.
argumentis: rökum.
quœstiones intricatiores: hinar flóknustu spurningar.
commentatoribus: ritskýrendum.
þennan discursum: þessa ræðu.
eruditionem: lærdóm.
expedite: reiprennandi.