Skírnir - 01.01.1985, Page 64
60
GUNNAR HARÐARSON
SKÍRNIR
hefur biskup verið svo birgur að bókum sem í heimspeki“.27 Þar
má sjá verk Aristótelesar á grísku, og skýringarrit ýmissa fræði-
manna við þau, en líka Próklus, Jamblikus og Díonýsíus Areo-
pagita, alla á grísku, Platón og Plótínus á latínu með skýringum
eftir Marsilio Ficino, og einnig seinni tíma rit eins og De invent-
ione dialectica Rudolfs Agricola, Díalektík Ramusar (á latínu),
Ars magna eftir Rhamon Lull og rit Giordano Bruno um Lull,
ennfremur Quod nihil scitur eftir efahyggjumanninn Sanchez og
síðast en ekki síst Disquisitio Metaphysica eftir Gassendi en hún
hefur að geyma gagnrýni á kenningar Descartes. Af athugun
þessarar bókaskrár er ljóst að Brynjólfur hefur verið einn mesti
húmanisti sem íslendingar hafa átt fyrr og síðar.
Annar lærdómsaldarmaður sem vitað er að lagt hefur einhverja
stund á heimspekileg fræði er séra Páll Björnsson í Selárdal, en
þeir Brynjólfur voru báðir komnir af ætt Magnúsar prúða. Páll
var einn menntaðasti maður sinnar tíðar, hafði lært í Kaup-
mannahöfn og kennt á Hólum og tvívegis afþakkað biskups-
embætti og varð betur ágengt í því en frænda sínum Brynjólfi.
Eftir Pál birtust ritgerðir í erlendum tímaritum, að vísu ekki um
heimspeki. Eftir Pál liggja allmörg ritverk, flest óútgefin í hand-
ritum, einkum á sviði guðfræði en einnig er til eftir hann verk sem
telja verður til heimspeki. Það er Spegill þolinmœðinnar, sem
hann sendi bræðrunum Sigurði lögmanni og Hannesi presti
Björnssonum 12. febrúar 1687, og væri óskandi að fleiri rit íslend-
inga væru jafn nákvæmlega tímasett og þetta. Spegillþolinmæð-
innar er að líkindum fyrsta frumsamda heimspekiritið á íslensku.
Það „útmálar“ þolinmæðina og dætur hennar, stöðuglyndi, hug-
arins kyrrð og sinnisins nægju „so víjdt Norrænum orðum komið
verður að þeirra heiti“.28 Verkið fjallar um hina sönnu lífsvisku,
„hver hlutur það sie sem vitur eptir leiti“, og hún felst einmitt í
ástundun þessara dygða, en ekki veraldlegri velgengni. „Þolin-
mæðin er viljug líðun þeirra hluta sem manni tilfalla,“ segir Páll.
í riti sínu styðst hann nokkuð við De tranquillitate animi eftir Sen-
eca og ekki er mér grunlaust um að rit eftir Jósef nokkurn Hall
sem Þorleifur Kláusson á Útskálum þýddi árið 1686 og kallaði
Ráð á móti allri efasemi eður Eitt lítið skrifog yfirvegan um sinnis-
ins ánœgjan hafi haft nokkur áhrif á þolinmæðisverk Páls. Að