Skírnir - 01.01.1985, Page 71
SKÍRNIR VERKEFNI ÍSLENSKRAR HEIMSPEKISÖGU
67
öll mál stirð í hendi ef rita þarf á þeim um ný hugmyndaefni,"
segir Matthías Jochumsson í Stefni 1895, en þar er hann ekki að
tala um íslensku heldur um latínu.37 Rómverjar áttu sem sé sjálfir
í mesta basli við að tjá sig um heimspekileg efni á latínu og Cíceró
og Seneca kvarta sáran yfir orðfæð latínunnar og stirðleika
samanborið við grískuna.38 Eru þó fæstir á þeirri skoðun að
latínan sé einkar stirt og óhentugt tæki til heimspekilegrar hugs-
unar. Líklegast er því að íslendingar mættu íhuga það sem
Grímur Thomsen segir um þetta mál á einum stað:
Það hefur eigi verið mitt meðfæri að orða hvervetna eins skarpt og skildi,
eða láta marka nógu fyllilega fyrir hugsunum í orðfærinu; hefi jeg og viljað
sneiða hjá nýgjórvingum, sem aptur þarf að snúa á aðra túngu, þykist jeg geta
gengið að því vísu, að öðrum síðarmeir heppnist að taka mér fram í þessu,
eptir því sem menn smámsaman venja sig á, fyrst og fremst að hugsa skírt, og
þvínæst að steypa orðin þétt utanum hugsanirnar.39
Með tilliti til þess sem hér hefur komið fram, er þá rétt að segja
að íslendingar eigi sér heimspekihefð? Ég vildi mega vekja máls
á einu umhugsunarefni þegar spurningu sem þessari er varpað
fram. Ef spurt er hvort verið hafi ríkjandi einhver samfella í að-
ferðum og viðfangsefnum þeirra sem þessi fræði hafa stundað hér
á landi, virðist svarið vera neitandi, eða í besta lagi álitamál.40 Ef
spurt er hvort einhver fordæmi séu fyrir því að Iögð hafi verið
rækt við heimspeki hér á landi á fyrri öldum, verður svarið
afdráttarlaust játandi. En í þessu efni er, eins og í mörgum
öðrum, rétt að spyrja fyrst hvað átt sé við þegar orðið „hefð“ er
viðhaft hér. í stuttu máli má segja að með hefð sé átt við einhvers
konar venjur sem fengnar eru að erfðum frá fyrri tímum.41 Það
vekur athygli að þessi skilgreining er tvíþætt: annars vegar er
venja, hins vegar arfur.
Þegar meta skal hvort skilgreining á borð við þessa sé við hæfi
þegar heimspekiiðkun íslendinga á í hlut, er næsta nærtækt að
miða við aðra grein sem við erum öllu þekktari fyrir, það er að
segja bókmenntir. Fæstum blandast víst hugur um að íslendingar
eigi sér bókmenntahefð og það mikla bókmenntahefð. En í
hverju er hún fólgin? í venjum sem fengnar eru að erfðum frá
fyrri tímum? Arfurinn er auðsær, en hvar eru venjurnar? Ég fæ