Skírnir - 01.01.1985, Page 77
SKÍRNIR ÚNGLlNGURINN f SKÓGINUM OG ALÞINGI
73
Nú var ritstjóri Alþýðublaðsins, Hallbjörn Halldórsson, vinur
Halldórs, og ólíklegur til að hneykslast á verkum hans. Ritstjóri
Eimreiðarinnar, Sveinn Sigurðsson, segir í 3. hefti þessa sama
árgangs í pistli um íhald og opingátt í menningarmálum:6
Ég hef lítillega orðið þess var, að einstaka menn hér heima hafi hneykslast
á sýnishorni því af expressíonistískum skáldskap, sem birtist í 1. hefti Eim-
reiðarinnar þ. á. eftir H. K. L. En hvað er sú Laxneska á við sumar tísku-
stefnur nútímans í bókmenntum og listum? Hér er það ekki íhaldið sem
ræður, heldur framsóknin - og fer allgeyst stundum.
í Lesbók Morgunblaðsins (15.11.1925) segir í grein um danska
skáldið Bönnelykke:
Ljóð sín skrifaði hann eftir nýjustu fyrirmyndum og skeytti um ekkert form
eðaskáldvenjur[. . .hérkemurdæmiumdadískanupplesturhans]. Mörgeru
ljóð hans áþekk að formi og hið marg umtalaða kvæði Kiljans í Eimreiðinni.
Þessi klausa ber ekki fjandskap vitni, fremur að nýjungar af
þessu tagi þyki spennandi. En Halldór skrifaði í greinarflokki
sínum: „Af íslensku menningarástandi“, sem birtist í Verði,
sumarið 1925,7m. a. þessaklausu, dagsetta3. septemberþað ár:
Mentamaður nokkur í Reykjavík sagði mjer frá því sjálfur, að hann hefði
sagt upp Eimreiðinni í vor, af því að hann hafði lesið þar kvæði, sem vottaði
nýja stefnu í skáldskap.
Skýring Halldórs á slíkum viðbrögðum er sú, að
nýjar hugsanir eða nýjaðar, fela æfinlega í sjer árásir á hagsmuni manna.
Lesbók Morgunblaðsins birti kvæðasyrpu Halldórs: „Rhody-
menia palmata“ 4. apríl 1926, en hún má þykja standa nærri
„Únglínginum“, þótt meiri skopstæling sé. Seinna í sama mánuði
kemur svo Halldór til íslands úr Sikileyjarförinni, og skrifar þá
Morgunblaðið:8
Halldór Kiljan Laxness
kom með Gullfossi í gærmorgun eftir langa útivist, með handritið af „Vefar-
anum mikla frá Kasmír“.