Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 78
74
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
Mbl. hafði tal af honum í gær og barst í tal kvæði það sem nýlega birtist í
Lesbók Morgunblaðsins eftir Halldór, og þótti nýstárlegt.
En Halldóri þótti það eigi nema eðlilegt að menn hér úti á íslandi gætu eigi
felt sig við kvæðið, því það væri ort í anda hinnar nýju skáldskaparstefnu, sem
kviknaði árið 1922 og nefnt er „surrealismi".
„Jeg veit hjer um bil alt um þessa stefnu“, sagði Halldór, „hefi lesið allar
helstu bækur er um hana fjalia. Kvæðið er ort undir þeim áhrifum.“
Eigi vildi Halldór með nokkru móti kannast við, að stefna þessi væri í anda
hins svonefnda „Dada-isma“, hinnar alkunnu listastefnu sem ruddi sjer til
rúms meðan ófriðurinn stóð sem hæst í Miðevrópu. En myndir þær, sem
gerðar voru í þeirri stefnu voru t. d. svipaðar því, sem hent væri blekflösku í
vegg og bæri veggurinn þess eðlileg merki.
En hann hafi haft þá ánægju, að heyra erindi úr kvæði sínu „Rhodymenia
palmata“ á vörum farþega, jafnskjótt og hann stje á skipsfjöl í Leith, eftir 12
mánaða fjarveru frá löndum sínum.
Þess hefir eigi verið getið hjer í blaðinu áður fyrri, fyrir lesendur blaðsins
sem eigi eru kunnugir sæþörungum, að nafn kvæðisins er samnefni við latn-
eska heitið á Sölvum. Hvort kvæðið veldur öðrum eins þorsta eins og Sölin
skal ósagt látið.
Ég hefi birt þessa klausu alla, því hún er merkileg heimild um
margt. Halldór virðist gagntekinn af surrealismanum eftir náin
kynni af honum í þrjú ár. Hann býst við því að surrealísk ljóð fái
slæmar viðtökur á íslandi. Og greinilega hafa sumir tekið þeim
illa („einstaka menn“ segir Sveinn Sigurðsson, ritstjóri stærsta og
útbreiddasta bókmenntatímaritsins), en í prentuðum samtíma-
heimildum ber meira á vinsamlegri forvitni, jafnvel læra menn
kvæðin.
Alþingi
En hvað var þá sagt um skáldskaparstefnu á Alþingi vorið 1925,
við afgreiðslu fjárlaga? Gerðabækur fjárveitinganefnda segja
ekkert um umræður í nefndinni, aðeins hvaða erindi voru tekin
fyrir, og hvernig atkvæði féllu um þau. Framsögumaður fjárveit-
inganefndar neðri deildar, Tryggvi Þórhallsson, segir m. a. 31.
mars:9
Svo eru þrír listamenn og rithöfundar, þeir Björn Björnsson, Tryggvi
Magnússon og Halldór Guðjónsson. Þessar umsóknir lágu fyrir nefndinni, og
hv. flm. (B. J. [þ. e. Bjarni Jónsson frá Vogi]) hefir nú talað mjög fyrir þeim
öllum, en jeg hef það að segjafyrir nefndarinnar hönd, að meiri hl. var ámóti