Skírnir - 01.01.1985, Side 79
SKÍRNIR ÚNGLÍNGURINN I SKÓGINUM OG ALÞINGI
75
þessum liðum, en þó eru óbundin atkvæði um þá alla, og ekki eru allir aðrir í
nefndinni en háttv. þm. Dala (BJ) ámótiþessum styrkjum. Ensemsagt, meiri
hl. er á móti þeim. Sjálfur hefi jeg tilhneigingu til að segja nokkuð um þetta
frá eigin brjósti, en af því að jeg er frsm. vil jeg ekki gera það.
Þegar reynt er að skyggnast bak við þessa gremjulegu þögn, þá
kemur fyrst í ljós, að það var ekki Halldór einn sem átti að fella
út af fjárlögum, heldur einnig Jakob Thorarensen og Stefán frá
Hvítadal. Og sá var ekki neinn framúrstefnumaður í skáldskap á
þeim tíma, heldur sannkallaður afturhaldsmaður - sagði Halldór
í minningargrein um hann árið 1934.10 í annan stað er athyglis-
vert, að einn þeirra sem tala máli Halldórs sérstaklega á Alþingi,
er Jakob Möller. En hann var, ásamt Sigurði Eggerz, einn helsti
leiðtogi þess stjórnmálaafls sem ári síðar tók sér nafnið Frjáls-
lyndi flokkurinn, og deildi m. a. á íhaldsmenn fyrir að vera of
andvaralausir gagnvart erlendum menningarstraumum!11 Annar
talsmaður Halldórs var Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti íslands.
Hann nefnir ekki neina andstöðu við kveðskaparstefnu Halldórs,
og hefði þó átt að vera kunnugt um hana, ef hún hefði verið al-
menn á þinginu. Hann sagði m. a.:12
Pá kem jeg að Halldóri Kiljan Laxness. Mjer hefir skilist, að það hafi dregið
allmjög úr fylgi við styrk til hans, að hann er kaþólskur. Mun það vera af þeirri
ástæðu, að menn telja kaþólska kirkju meira stórveldi ogþví öflugri til hjálpar
en ríkissjóð íslands. En sannleikurinn er sá, að þeir Halldór og Stefán hafa
ekki meira upp úr því að vera kaþólskir en vjer hinir að vera lúterskir.
Síðan talar Ásgeir um að Halldóri muni raunar standa til boða
lífsuppeldi hjá kaþólsku kirkjunni,
ef hann gerðist prestur eða munkur, sem er ef til vill ekki allfjarri honum. En
jeg vildi óska, að til þess kæmi ekki, að hann hneppi skáldgyðju sína í klaust-
ur, eða gefi hana saman við Thomas frá Aquino og slíka karla. Jeg held að slík
sambúð yrði tæplega frjósöm. Pað er mikill atburður í þjóðfjelaginu, þegar
ágætir rithöfundar koma fram, og má ekki minna vera en að fjárveitingar-
valdið sýni, að það gefi gaum að slíku.
í sama streng tekur Tómas Guðmundsson í grein í Morgun-
blaðinu 29. mars 1925,13 þremur vikum eftir að Halldór hafði lagt
umsókn sína fyrir fjárveitinganefnd, en grein Tómasar lýkur á