Skírnir - 01.01.1985, Blaðsíða 80
76
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
því að hann hvetur Alþingi eindregið til að verða við umsókn
Halldórs. Tómas víkur þar ekki orði að skáldskaparstefnu, né
andstöðu við nýjungar á því sviði, en átelur aðeins hve lágar séu
fjárveitingar ríkisins til skálda, og að þingmenn skuli úthluta
þessu fé sjálfir. Þeim bæri að sækja ráð til sérstakra kunnáttu-
manna á þessu sviði, eins ogþeirgeri í t. d. búnaðarmálum, vega-
málum, o.fl.
Raunar taka ýmsir þingmenn í sama streng, og vildu fá sérfróða
úthlutunarnefnd eða „academie“ til að annast úthlutun (m.a. Sig-
urður Eggerz 1922, Ásgeir Ásgeirsson og Björn Kristjánsson
1925). En Jóhannes Jóhannesson, framsögumaður fjárveitinga-
nefndar efri deildar, sagði m.a. 29. apríl 1925:14
Þá leyfir nefndin sjer að gera talsverðar breytingar á styrknum til skálda og
listamanna eins og hv. Nd. gekk frá honum.
í stjfrv. var sú upphæð ákveðin 10 þús. kr., en hv. Nd. lækkaði hana ofan í
8 þús. kr. Hinsvegar bætti hv. Nd. sjerstaklega við fjórum skáldum og ákvað,
hversu mikinn styrk hvert þeirra skuli fá. Nefndin hefir ekki getað sætt sig við
þessa ráðabreytni og leggur því til, að aðalupphæðin verði aftur hækkuð upp
í 10 þús. kr., en þeir fjórmenningarnir, sem sjerstaklega voru teknir út úr,
feldir niður, þó þannig, að Guðmundur Friðjónsson verði færður yfir í 18. gr.
og settur á bekk með þeim skáldum, sem þar eru fyrir. Þetta þjóðkunna skáld
er, að dómi nefndarinnar, þess maklegt, að því verði sýndur slíkur sómi, og
vænti ég, að hv. deild fallist á till.
Hins vegar þykir nefndinni Jakob Thorarensen enn of ungur til að komast
í 18. gr., en þó vill hún ekki, að hann fái minni styrk en hv. Nd. hefir ætlað
honum. Býst nefndin við, að svo geti orðið, þó að hans sje ekki sjerstaklega
getið í fjárlögunum.
Hér eru þeir Halldór Laxness og Stefán frá Hvítadal ekki
nefndir til verðugra, svosem Jakob er, en annars virðist niðurfell-
ing nafna þeirra sett fram sem fyrirkomulagsatriði, til að ríkis-
stjórnin úthluti fé til einstakra manna, en ekki þingið. Og það
kerfi var við lýði fram að 1930 (fyrir utan þessa fjárveitingu). 1926
var Halldór Laxness ekki á dagskrá, né neitt framúrstefnuskáld,
mér vitanlega. En þá sagði Tryggvi Þórhallsson:15
Nú koma þeir hver af öðrum listamennirnir. Nefndin leggur á móti þeim
öllum. Jeg veit annars ekki, til hvers verið er að veita 10 þús. kr. styrk í fjár-
lögum til listamanna, ef svo á eftir sem áður að veita styrki í allar áttir.