Skírnir - 01.01.1985, Page 82
78
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
Hallgríms Guðmundssonar: Uppruni Sjálfstœðisflokksins. Þar
segir m. a. frá „Sparnaðarbandalaginu“ sem einir 13 þingmenn
mynduðu í þingbyrjun 1922 „með því markmiði að vinna að
sparnaði á öllum sviðum, og stuðla að því, að þingtíminn yrði sem
stystur." Jakob Möller skrifaði í Vísi, að þetta hefði átt að vera
herbragð stjórnarsinna til að véla Framsóknarþingmenn til fylgis
við stjórnina.21 En uppúr þessu bandalagi var svo stofnaður
flokkur í maí 1923, sem hóf útgáfu blaðsins Varðar.22 Stefnuskrá
birtist þar 26. maí, og er þar mjög á dagskrá að spara ríkisútgjöld,
en annars talað um að efla landbúnað og sjávarútveg, og „styðja
samvinnustefnuna í frjálsri samkeppni“.23 Greinilega er verið að
fiska á miðum Framsóknar. Enn var flokkurinn nafnlaus, en 24.
febrúar 1924, skömmu eftir þingsetningu, sendu tuttugu þing-
menn frá sér yfirlýsingu um að þeir hefðu stofnað íhaldsflokkinn.
Og þar segir:24
Fyrsta verkefni flokksins látum vjer vera það, að beitast fyrir viðreisn á fjár-
hag landssjóðs. Vjer viljum að því leyti, sem frekast er unt ná þessu markmiði
með því, að fella burtu þau útgjöld landssjóðs, sem vjer teljum ónauðsynleg
[. . .]
Vjer teljum að viðreisnarstarfið hljóti fyrst um sinn að sitja svo mjög í fyrir-
rúmi fyrir öllum öðrum málum, að vjersjáum ekki nauðsyn tilað gefa aðra eða
víðtœkaristefnuskrá enþetta að svo stöddu. (Leturbreyting mín. Ö. Ó.)
Eina stefnuskráratriði íhaldsflokksins var að spara opinber
útgjöld. í samræmi við það var Bjarna frá Vogi ekki boðin aðild
að flokkinum, en í kosningaáróðrinum hafði mjög verið hamrað
á eyðslusemi hans.25 En Bjarni var einn helsti talsmaður styrk-
veitinga til skálda. Flokkurinn gekk svo hart fram í þessari stefnu,
að 1924 sagði Þórarinn Jónsson fyrir hönd fjárveitinganefndar:26
Frá sjónarmiði nefndarinnar er það bara eitt, sem nú ber að horfa á, og
þetta eina er það, að koma ríkissjóðnum í það horf, að einhver stuðningur
gæti orðið að honum í framtíðinni. Með þetta fyrir augum hefir verið gripið til
úrræða, sem ekki hafa þekkst hjer áður, en það er að fella niður ailar verklegar
framkvæmdir.
1926 þakkaði Jón Þorláksson, leiðtogi íhaldsflokksins, þessari
stefnu mikið þingfylgi flokksins frá upphafi hans og er þá rétt að
geta þess, sem einn þingmanna Framsóknarflokksins, Klemens