Skírnir - 01.01.1985, Page 83
SKÍRNIR ÚNGLÍNGURINN 1 SKÓGINUM OG ALÞINGI
79
Jónsson, fyrrum ráðherra, sagði um tillögu tveggja þingmanna
um að fella niður styrk til skálda:27
En jeg held, að við getum skammlaust hætt því eitt ár að styrkja þessa
menn, og eins ættu þeir að geta sætt sig við það, að missa spón úr askinum
sínum, eins og svo fjöldamargir aðrir nú á tímum.
íhaldsflokkurinn hélt svo um stjórnartaumana, frá 22. mars
1924 til ágústloka 1927. Hér er ekki réttur vettvangur til að leggja
dóm á fjármálastjórn hans. Þrátt fyrir mikinn sparnað og niður-
skurð voru fjárlögin afgreidd með 375 þús. kr. halla, segir Vörður
9. maí 1925 (og segir á sömu bls. (4): „Halldór Kiljan Laxness rit-
höfundur fer utan í dag og hygst að dvelja í Suðurlöndum um
skeið.“). En hitt kemur þar fram sem víðar, að stjórnin vanmeti
mjög tekjur ríkisins, og í raun sé afkoma ríkissjóðs miklu betri,
en látið sé í veðri vaka. Það kom líka heldur betur á daginn, því
tekjuafgangur ríkissjóðs varð fimm milljónir þetta ár, en það er
þriðjungur af tekjunum!28 Má segja að íhaldsflokkurinn hafi
borið nafn með rentu gagnvart fjármálum ríkisins, og margir tala
um sparnaðarvilja Framsóknar.
Afstaða til skáldalauna
Um upphaf skáldalauna og alþingisumræður um þau hefur Gils
Guðmundsson ritað fróðlega grein. Því yfirliti lýkur við árið
1907, þótt framhald væri boðað, því tímaritið, sem greinin birtist
í, hætti að koma út (Helgafell 1946).
Hér verður að stikla á stóru. Umræður um skáldalaun hefjast á
Alþingi 1879, en tillögur um þau voru ekki samþykktar fyrr en
1891. Andstaðan gegn styrkinum byggðist einkum á því að það
myndi skapa hættulegt fordæmi að veita hann, þá yrði erfitt að
draga mörkin. Einkum stóð Grímur Thomsen ákaft gegn skálda-
launum. Mér sýnist að fylgismenn skáldalauna hafi fundið leið
framhjá þessu. Þannig var, að allt frá 1875 var Benedikt Gröndal
veitt nokkurt fé árlega (600 kr. frá byrjun 9. áratugarins) „til að
halda áfram myndasafni yfir íslensk dýr og til að semja þjóð-
menningarsögu Norðurlanda", og 200 kr. „til efna og áhalda til að