Skírnir - 01.01.1985, Page 84
80
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
varðveita náttúrugripi“.29 Benedikt vann sitt verk, og hafa
myndir hans birst á bók hjá Bókaútgáfunni Örn og Örlygur ekki
alls fyrir löngu. En líklega hafa menn smámsaman farið að líta á
þessa fjárveitingu sem skáldastyrk, enda var Benedikt kunnastur
sem skáld. Og þá var fordæmið komið, 1891 bætast þau Matthías
Jochumsson og Torfhildur Hólm við á 15. grein fjárlaga, en 1902
færist Matthías yfir á 16. grein (sem síðar varð 18. grein), þ. e.
eftirlaun ríkisstarfsmanna, sem prestur á eftirlaunum, en í vitund
manna var hann fyrst og fremst skáld. Þetta varð afdrifaríkt, því
á eftir fylgdu síðar ýmsir listamenn í þessa grein fjárlaga. Síðar
var farið að skipa þeim í sérstakan kafla innan hennar, og hann
kallaður heiðurslaunaflokkur listamanna. Mjög er fróðlegt að
lesa í grein Gils30 um deilur þingmanna um Þorstein Erlingsson,
1895 og síðar. Andstæðingar Þorsteins telja verk hans siðspill-
andi, einkum vegna guðleysis, en fylgismenn hans tala um list-
fengi verka hans og samúð þeirra með lítilmögnum. Allt gekk
þetta aftur í þingræðum um Halldór Laxness, 35-50 árum síðar.
Auðvitað er það í háði sem Halldór Laxness hefur eftir þing-
mönnum að þjóðin sé á móti höfundarlaunum, því enda þótt
hann hafi þetta sjálfsagt rétt eftir, þá hafði þjóðin aldrei verið
spurð álits síns um það efni. En ýmsir höfðu talað gegn slíkum
greiðslum, t. d. Einar Benediktsson í ritdómi um Veislan á Grund
eftir Jón Trausta, 1916:31
Þingflokkarnir hafa ausið út fé á báða bóga fyrir lítilfjörlegan eða jafnvel
einskisverðan blekiðnað og hafa auðvitað í því, lxkt og í flestum öðrum
efnum, ekki einungis sýnt vanþekking og grunnhygni, heldur einnig haft
tilgang, sem virðist miður hollur fyrir þjóðfélagið. Þegar á því hefir staðið fyrir
einhvern flokkinn, sem blekkingunum þurfti að ryðja braut í hugsunarhætti
fólksins - hefir einatt verið gripið til þess, að gera klíkuþý að launuðum rit-
höfundum, og hefir af þeirri ástæðu lagst sá siður hér í land að verja almannafé
ár eftir ár í „skáldskap". Með þeim hætti hafa menn einsogt.a.m.J.T.leiðst
til þess, að róta upp hverju ritverkinu eftir annað, sem höfðu lítið sem ekkert
bókmenntalegt gildi.
Þetta er mjög harður dómur, og á ég erfitt með að sjá að hann
byggist á hlutlægu mati. Auk Jóns Trausta höfðu þessir menn
hlotið styrk: Benedikt Gröndal, Matthías Jochumsson, Torf-
hildur Hólm, Þorsteinn Erlingsson, Valdimar Briem, Guð-