Skírnir - 01.01.1985, Page 85
SKÍRNIR ÚNGLÍNGURINN í SKÓGINUM OG ALÞINGI
81
mundur Guðmundsson, Einar H. Kvaran, Guðmundur Friðjóns-
son og Jón Stefánsson (Þorgils gjallandi), loks Bjarni frá Vogi til
að þýða Fást eftir Goethe. Ekki eru þeir allir í miklum metum nú
sem skáld, þó flestir, fyrir utan Valdimar Briem og Torfhildi. En
eru þarna einhver klíkuþý, sérstaklega launuð til þess að rugla al-
menning í ríminu? Ekki sé ég nein merki þess að fleiri hafi verið
á þeirri skoðun, en önnur skoðun kemur hvað eftir annað fram
sem ástæða fyrir andstöðu við skáldastyrk, t. d. hjá Jóni Þorláks-
syni, 1924, í minningargrein um Þórarin B. Þorláksson.32 í fram-
haldi af því sem sagði um íhaldsflokkinn hér að framan, bið ég
menn að athuga að hér talar formaður hans og fj ármálaráðherra:
Pær stundir, sem hann gat varið til málverkagerðar voru ánægju- og hvíldar-
stundir hans frá daglegum störfum, og hygg jeg að þetta hafi átt sinn þátt í því
að halda listagáfu hans fullkomlega fölskvalausri til síðustu stundar. Ætla jeg
að ýmsir aðrir af listamönnum vorum og listamannaefnum mættu að ósekju
taka sjer lífsferil hans til fyrirmyndar að þessu leyti. Málverk hans fjellu
mönnum svo vel í geð, að öll hin síðari árin mátti svo heita að hver mynd eftir
hann væri seld jafnskjótt og hann hafði lokið við hana.
Ýmsir taka þessa afstöðu síðar, m. a. Jón Sigurðsson frá Ysta-
felli, 1928, þegar hann talaði gegn því að menn hefðu skáldskap
að atvinnu:33
Snildin í bókmentum okkar Islendinga er af sömu rótum runnin. Pær ljóma
allar af fögnuði þess, sem daglega má starfa að erfiðri lífsönn, en grípur fegins-
hugar hverja næðisstund til að yrkja undralönd sinna hugðarefna.
Jón Sigurðsson frá Reynistað sagði 1922:34
Til þess að geta haldið lífi í fjölda listamanna þarf þjóðin að vera auðug, svo
hún geti keypt af þeim listaverkin, en það erum við því miður ekki. Samt sem
áður hafa síðustu þing, beint eða óbeint, ýtt stórum hóp manna út á lista braut-
ina þótt flestir viðurkenni að okkur vantar öll skilyrði til þess að geta fram-
fleytt þeim. Síðastliðið ár fengu 27 menn styrk, að ótöldum Einari Jónssyni.
Og Halldór Stefánsson sagði um fyrrnefnda tillögu sína um að
fella niður listamannalaun:35
Við flm. teljum, að fjárveiting þessi sjeekki einungis óþörf, heldurog jafn-
vel skaðleg. Styrkurinn er bútaður milli margra manna, sem eitthvað fást við
skáldskap og listir, og má segja það um langflesta þeirra, að það er alger óvissa
Skírnir- 6