Skírnir - 01.01.1985, Síða 89
SKÍRNIR ÚNGLÍNGURINN í SKÓGINUM OG ALÞINGI
85
sonar að setja Halldór Laxness á fjárlög næsta árs með 2000 kr.
styrk. Honum hélt hann nokkurnveginn óskertum síðan, og 1935
var hann færður yfir á 18. gr. með 5000 kr. árlega fjárveitingu,
m. a. að tillögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Seinna á því ári birt-
ist síðari hluti Sjálfstœðsfólks. Þetta var hámarksstyrkur, Halldór
var þá gerður jafn Einari Benediktssyni, virtasta ljóðskáldi
landsins; Einari H. Kvaran, sem þá var í einna mestum metum
sem skáldsagnahöfundur, og Helga Pjeturss (sem væntanlega
hefur hlotið styrk sinn fyrir „íslenska heimspeki“. sína). Til
samanburðar má geta þess, að þá var árskaup verkamanns í fullri
vinnu um 3000 kr., en árslaun prófessors við Háskóla íslands voru
4500 kr., en með starfsaldurshækkunum náðu þau hæst upp í
6000 kr., samkvæmt opinberum heimildum. Guðmundur Haga-
lín skrifaði á árinu 1930, að skáld þyrftu 400-500 kr. á mánuði, þ.
e. 5000-6000 kr. árstekjur.45 Vinsæl skáld eins og þeir Halldór
hafa haft umtalsverðar tekjur af sölu bóka sinna, upplestri o. þ. u.
1. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins stóðu gegn þessum fjár-
veitingum til Halldórs, allt frá 1930, á þeim forsendum, að bækur
hans myndu miður hollar siðferðislega, einkum börnum og
konum! En allir viðurkenndu stílsnilld Halldórs, og á þeim for-
sendum reynir t. d. Ólafur Thors að verja Halldór gegn flokks-
bræðrum sínum, og vill þá lítið veður gera út af skoðunum
Halldórs, en Ólafur á þó í togstreitu út af þessu.46 Ýmsir þeir
þingmenn sem gegn Halldóri tala, eru í varnarstöðu, eiga von á
ásökunum um þröngsýni, eins og um miðjan 3. áratuginn. Engu
að síður dynur þessi sama ádeila á bækur Halldórs í þingsölum
næstu árin. En meirihlutinn stendur með Halldóri, 1930 er mest
vitnað til Vefarans mikla og Alþýðubókarinnar, en 1935 hafa
Salka Valka og Sjálfstætt fólk bæst við. Þær bækur hlutu almennt
góðar viðtökur, sagði Halldór í viðtali við undirritaðan 1981.47
í ljósi alls þessa virðist óhætt að urða þá goðsögu, sem oft sést, að
Halldór hafi almennt verið óvinsæll höfundur framyfir seinni
heimsstyrjöld, kommúnistar einir hafi metið hann, og þá af póli-
tískum ástæðum. Þetta sagði Halldór sjálfur, 1963, í Skáldatíma.
En sýnt hefur verið fram á að t. d. Sjálfstœttfólk, hlaut góðar við-
tökur, m. a. hjá andstæðingum kommúnista.48 Sannleikurinn er
sá, að Halldór naut mikillar virðingar og almennrar, þegar á 3.