Skírnir - 01.01.1985, Síða 90
86
ÖRN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
áratug aldarinnar, síðan æ meir. Pólitísk andstaða gegn honum
hefst ekki fyrir alvöru fyrr en í seinni heimsstyrjöldinni.
Lokaorð
Það virðist óhætt að álykta af því sem hér hefur verið rakið, að
fullyrðing Halldórs Laxness, sem tekin var upp í upphafi þessa
máls, fær tæpast staðist. Satt að segja er hún þesslegust að hafa
orðið til sem brandari - öll hin virðulega efri deild Alþingis á að
steypa stömpum yfir einu nýstárlegu kvæði! Halldór hefur óttast
að íslendingum félli surrealísk ljóð ekki í geð - og greinilega hafa
sumir brugðist illa við. En alls ekki svo, að það risi einhver hreyf-
ing gegn þessu, og mjög ólíklegt er, að hann hafi þess vegna verið
felldur út af fjárlögum 1925. Því bæði orð þingmanna og hans
sjálfs þetta ár benda til annarrar skýringar, þeirrar niðurskurðar-
stefnu sem þá ríkti gagnvart opinberum útgjöldum - auk út-
breiddrar andúðar á ríkisstyrk til skálda. í mesta lagi má hugsa sér
að andstaða við kvæði Halldórs hafi verið notuð sem viðbótar-
ástæða, til að fá einhvern þingmann til að samþykkja, að þennan
mann væri þó ekki ástæða að styrkja, þótt Stefán frá Hvítadal og
Jakob Thorarensen fengju að hjara - e. t. v. vegna heilsuleysis
þeirra. Mér þykir líklegt, að Halldór mistúlki það að hann var
felldur niður af fjárveitingartillögum 1925, vegna þess að hann
skrifar þessa túlkun sína aldarfjórðungi síðar, 1949, en þá geisaði
einmitt deilan mikla um módern Ijóð. Halldóri hefur fundist
líklegt, að þetta tengdist, enda kemur annað til: módernisminn í
íslenskum bókmenntum var síst minni að róttækni, ef ekki fyrir-
ferð, á 3. áratug aldarinnar en á hinum 5., sbr. það sem Eysteinn
Þorvaldsson skrifar um yrkisefni, afstöðu og orðfæri í „atómljóð-
um“ á 5. áratuginum.49 í bók hans segir frá hinu heiftarlega
menningarstríði sem geisaði um „atómljóð“ um 1950, og er
fljótséð, að viðbrögðin urðu ekki nálægt því svo harkaleg við
bókmenntanýjungum 3. áratugarins, þótt deilt væri þá um „op-
ingátt eða íhald“ gagnvart erlendum menningarstraumum.
Hvernig stendur á því, að mótspyrnan gegn framúrstefnu harðn-
aði? Ég hefi reynt að rekja þá sögu annarsstaðar.50 í sem stystu
máli sagt, snúast helstu ármenn bókmenntanýjunga til fylgis við