Skírnir - 01.01.1985, Page 99
SKÍRNIR TAKMÖRK OG TAKMARKANIR ÞÝÐINGA
95
þýðingum sem ástunda þesskonar „jafngildi“ sé ekki ætlazt til
þess af lesanda að hann skilji „menningarþætti í samhengi frum-
textans til að skilja boð textans“. Ég hygg að þvílík stefna í þýð-
ingum orki mjög tvímælis nema í samskiptum mjög skyldra
þjóða. Hún kynni þó að geta dugað stórþjóðum sem þáttur í alls-
herjar samlögun þjóðerna á „áhrifasvæði". Samt er ekki fyrir það
að synja að þessi stefna hafi löngum stundum hér áður verið all-
ráðrík á íslandi, með þeim óbeinu afleiðingum að valið á ritum til
þýðingar var háð ströngum takmörkunum. Útgefendur höfðu al-
veg ákveðnar hugmyndir um það hvaða skáldverk „þýddi að
bjóða íslenzkum lesendum", og hafa sjálfsagt vitað sínu viti um
það sem einhverntíma var kallað „íslenzkt lesþol“. En lesþolið
verður ekki aukið með öðru móti en því að reyna á það. Þeir sem
andæfðu merkilegri og sérkennilegri, en ég held megi segja
óraunsærri hugmynd Sigurðar Nordals (Skírnir 1919) um skipu-
lagða þýðingarstarfsemi, vísuðu einmitt til íslenzks lesþols. Ýmis
helztu skáldverk tuttugustu aldar voru lengivel, leynt eða ljóst,
álitin ofurefli „íslenzku lesþoli“, ég held með réttu; samt er hinu
ekki að leyna að torvelt gæti reynzt að skýra hugtak eins og ís-
lenzkt lesþol. Það hefði víst verið fullkomlega út í hött að gera ráð
fyrir því að hægt væri að þýða nýstárleg skáldverk á þann hátt að
íslenzkir lesendur gætu „skilið boð textans“ án þess að gera sér
ljósa „menningarþættina í samhengi frumtextans“.
Raunin er líklega sú að þar til fyrir fáeinum áratugum var ís-
lenzkt mannlíf og þjóðfélag svo sérkennilegt, svo einangrað, svo
fábreytilegt, borgarmenning svo skammt á veg komin, að naum-
ast var hægt að búast við því yfirleitt að samtímabókmenntir
menningarríkja Evrópu (svo ekki sé lengra farið) ættu greiða
leið að íslenzkum lesendum. Hér var annar menningartími
heldur en á meginlandi Evrópu.
Þeir sem byrja að gefa út bókmenntir nútímans eiga við erfið-
ara viðfangsefni að etja en einfalt þýðingarverk. Hamsun náði til
íslenzkra lesenda vegna sérstakra aðstæðna, frændsemi og
tengsla milli þjóða, og náttúrlega vegna þess að snillingur, mjög
næmur, ekki aðeins á list þess höfundar sem hann var að þýða,
heldur einnig á andrúmsloft tímanna bæði í Noregi og á íslandi,
varð til að kynna hann íslendingum. Hemingway naut þess síðar