Skírnir - 01.01.1985, Page 108
104
JÖRGEN SELST
SKlRNIR
Af þeim höfundum sem rita óbundið mál á tímabilinu fram til
1965 sér Sigurður aðeins ástæðu til að nefna - auk Halldórs Lax-
ness - Elías Mar, Indriða Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson.
Bók Agnars Þórðarsonar „Ef sverð þitt er stutt“, sem kom út árið
1953, er meðal skáldsagna frá þessu tímabili sem ekki þykja þess
verðar að á þær sé minnst. Öðrum, sem fjallað hafa um bók-
menntir þessa tímabils (t. d. Sveini Skorra Höskuldssyni),4 hefur og
sést yfir þessa skáldsögu. Bókin var þýdd á ensku í Bandaríkj-
unum 1970, og það eru auðsjáanlega einungis bandarískir gagn-
rýnendur5 sem hafa veitt bók Agnars þá viðurkenningu sem henni
ber. Sú spurning er ekki síður áleitin hvort íslenskir gagnrýn-
endur hafi skilið bókina, en hún er raunsæisverk á dýpra sviði.
Jafnframt því sem höfundur dregur upp mynd af íslensku samfé-
lagi eftir stríðið kryfur hann djúpstæð mannleg vandamál á þann
veg sem framtíðin ein hefur ef til vill fullar forsendur til að skilja.
Á ytra borði fjallar bókin um endanlegt hrun fornra hefða bænda-
samfélagsins, vegna þess umróts sem varð í íslensku þjóðfélagi í
kjölfar stríðsins.
Sagan greinir frá ungum manni, Hilmari Jóhannssyni, sem
kemst að því við dánarbeð föður síns að hann hefur svipt sig lífi,
flæktur í vafasöm viðskipti, leppur fyrir auðmanninn Markús,
fjölskylduvin og birgðasala bandaríska hersins í Keflavíkurher-
stöðinni.
Hilmari finnst hann hafa brugðist föður sínum og sektartilfinn-
ingin knýr hann til að taka ákvörðun um að hefna hans. Atburða-
rásin sýnir vanmátt hans að ná þessu takmarki. Þegar honum
verður að lokum ljóst að Markús, sem hann hatar, er í raun faðir
hans, ákveður hann að gera upp við hann sakirnar í eitt skipti fyrir
öll, með því að sprengja olíugeyma hans í loft upp. Hann hikar á
örlagastundu og andstæðingar hans slá hann niður og leiða síðan
burt.
Fjölskylduharmleikurinn er aðeins annar þáttur sögunnar.
Hilmar vill stuðla að nýjum tímum í landi sínu. Hann lítur á
sjálfan sig sem frelsishetju, arftaka fornra kappa. Skemmdar-
verkið á að ryðja braut þjóðfélagsbyltingu. En jafnhliða því sem
áætlunin um sprengjutilræðið tekur að skýrast í huga hans, finnur
hann óljóst til þess, að hann sé „á valdi máttugra og dularfullra