Skírnir - 01.01.1985, Page 109
SKÍRNIR SVERÐIÐ OG HIN MYRKU ÖFL 105
afla“. Það eru því önnur öfl en hans eigin ásetningur sem stjórna
ferðinni.
Til að ná valdi á tilfinningum sínum eftir reikningsskilin við
Veru, ástkonu sína, fer Hilmar í kvikmyndahús. En stríðsmynd-
in, þar sem grátandi barn flýr frá líki móður sinnar, fær svo á hann
að hann æðir út aftur. „Af gömlum vana“ ráfar hann niður að
höfn og verður sjónarvottur að því, þegar verið er að hífa bíl
Rikka, kunningja hans, úr djúpinu. Aðdáun Rikka á Markúsi
hefur leitt hann út í brask og nú hrakið hann í dauðann.
Hilmar er í miklu uppnámi eftir atburðinn og æðir fram og aftur
um skrifstofugólfið „án þess að geta hugsað og án þess að skynja
annað en einhvers konar dynki djúpt innan í mér, á bak við alla
vitund“. Aftur leitar hann á sömu slóðir - niður að höfninni.
Langvarandi drykkjusvall hans eftir jarðarför stjúpföðurins
endar líka á þessum stað. Hann vaknar timbraður í þröngri,
dimmri togarakoju og „höggin dynja linnulaust í höfði mér“.
Samskonar öryggistilfinning og þegar hann lá í rúmi sínu lítill
drengur víkur fyrir beisku háði sjómannanna, og örvæntingar-
fullur ótti um að togarinn sé á leið út úr höfninni grípur hann:
„Mér fannst skipið nötra af fjarlægum dyn.“
Sambærileg hljóðmynd kemur fram í huga Hilmars á leið
þeirra Rikka í veiðiferðina misheppnuðu. Það hefur stytt upp og
Hilmar skrúfar niður rúðuna til að skynja betur hraðann: „Dynur
vélarinnar lét þægilega í eyrum.“
Þetta sama stef er síðan endurtekið í breyttri merkingu í sam-
tali Hilmars við ömmu gömlu, tákn liðins tíma. Hún spáir því að
hafís muni þjarma að landinu: „eitthvað voðalegt á eftir að dynja
hér yfir.“
Það er eins og fjarlægur, örlagaþrunginn boðskapur knýi á vit-
undina. Þegar Hilmar er látinn laus úr gæsluvarðhaldinu, sem
hann lenti í vegna ölvunar við akstur, er úrhellisrigning, og í
þunglyndi sínu finnst honum að regnskýin, sem teygja sig niður
fjallið, muni „kæfa allt sem lífsanda dregur“:
I blöðunum stóð að annað eins rigningasumar hefði ekki komið í tuttugu og
fjögur ár.
Tuttugu og fjögur ár, það var sumarið sem móðir mín gekk með mig . . .
kannski hefði ég í móðurkviði hlustað á regnið falla til jarðar - heyrt linnu-