Skírnir - 01.01.1985, Page 110
106
JÖRGEN SELST
SKÍRNIR
lausan rigningarsóninn renna saman við dyninn í blóði móður minnar. Blóð og
vatn renna saman í hlustum mér og boða mér útskúfan frá værum svefni -
skynjað að ég yrði hrifinn brott úr vaggandi leiðslu í hlýju skauti móður
minnar við gjammandi skæri og stál.
Alveg eins og nú að ég fann að ég myndi farast - aldrei fæðast, verða að
einum óskapnaði ef ég léti ekki sverfa til stáls.
Hið sífallandi regn vekur upp óljósa, fjarlæga endurminningu úr
fósturlífinu: æðasláttur móðurinnar og hljóðið af fallandi regninu
vekja mótsagnakenndar tilfinningar í brjósti Hilmars; hræðslan
við að verða hrifinn burt úr öryggi móðurskautsins stangast á við
óttann við að fæðast aldrei til lífsins. Þessar kenndir eru túlkaðar
með fallandi regninu - vatninu sem umlykur upphaf alls lífs, líkt
og fósturvatnið.
Það var þetta fyrirbæri sem Ottó Rank nefndi fæðingarmar-
tröðina.6 Rank taldi að sá maður sem hefði sigrast á þessum
þrengslum væri „normal“ og að í dýpsta skilningi stafaði hugsýki
af því, að þetta hefði ekki tekist. Barninu hefði mistekist að losa
sig fullkomlega frá móðurinni og verða sjálfstæð persóna. Ótti og
vellíðan mannsins seinna á ævinni eiga rætur að rekja til þessara
aðstæðna: taugasjúklingurinn heyr mótsagnakennda baráttu í líf-
inu. Hann þráir í senn að brjótast út úr kæfandi innilokun fóstur-
skeiðsins og njóta öryggis móðurskautsins.
En það er ekki einungis höfnin, þar sem skipin bíða „dularfull
og dreymin eins og kona sem væntir sín“ og Rikki hafði mátt þola
kvalafullan dauðdaga á botni hins móðurlega djúps, sem togar
Hilmar til sín hvað eftir annað. Það gera einnig lokuðu herbergin,
með fúlu, dauðu lofti mannlegrar hrörnunar og eymdar: kaffikrá
Kornelíusar niðri við höfnina, þar sem rúðurnar eru sískítugar og
gulnað dagatalið sýnir alltaf sama mánaðardaginn; Hótel Stuðla-
berg, þar sem ríkir „eilíft árstíðaleysi, ekkert vor, ekkert sumar,
hvorki dagur né nótt“, eins og sagt er að sé í kvalastað hinna for-
dæmdu; eða þá kjallaraklefi lögreglunnar með óþef sínum af
hlandi, rotnun og svita. Hilmar unir sér í þessu umhverfi innan
um vændiskonur og siðspillta róna, óskapnaði eins og prófessor-
inn, fastagesturinn í kaffistofu Kornelíusar, nefnir þau. Við hús-
kveðjuna finnur Hilmar til innilokunar - og fáránleikakenndar.
Gluggarnir sýnast litlir og loftið er kæfandi. Gestirnir ganga inn