Skírnir - 01.01.1985, Side 111
SKÍRNIR
SVERÐIÐ OG HIN MYRKU ÖFL
107
„hljóðlaust eins og sitrandi vatn“ og honum finnst presturinn
endurtaka í sífellu sömu fjögur orðin. Þegar hann vaknar í togara-
káetunni reynir hann árangurslaust að átta sig á umhverfinu
gegnum kýraugað, en salt vatnið úr djúpinu, þar sem Rikki kafn-
aði í bíl sínum, hefur sett móðu á glerið og örvæntingin hríslast
um hann allan.
Á árunum upp úr 1956 veitti tékkneski vísindamaðurinn Stani-
slav Grof og samstarfsmenn hans því athygli, sem þótti mjög
merkilegt, að tilraunapersónur, sem höfðu fengið hæfilega stóra
skammta af hugvíkkunarefninu LSD, gátu framkallað í hugann
reynslu frá fósturtilvistinni og sjálfri fæðingunni, og að þessari
reynslu fylgdu hugmyndatengsl, sem endurtóku sig eftir ákveðn-
um mynstrum. Nefnir Grof þessi mynstur - frumstæðar geð-
lægar formgerðir7 -. Með öðrum orðum, að sálfræðilegur
grunnur mannshugans sé byggður á þeirri reynslu, sem maðurinn
öðlast í fósturtilvistinni og við fæðinguna. Grof gat einfaldlega
dregið upp mynd af því, hvernig þessi mót birtust tilraunapersón-
um, sem endurlifðu fæðinguna - en henni er skipt í fjögur skeið -
og hvernig hægt var að greina taugasjúklinginn úr einhvers staðar
á þessu ferli.
Fyrsta skeiðið, dvöl fóstursins í móðurlífi, einkennist af
verndar- og öryggistilfinningu, jafnvel einingu við alheiminn.
Samfara þessu geta birst myndir af mjög fögru landslagi. And-
stæðum tilfinningum getur þó brugðið fyrir sökum snöggra um-
skipta í tilfinningalífi móðurinnar eða umhverfinu.
Annað skeiðið hefst þegar vöðvar móðurlífsins taka til starfa.
Þar ríkir sú tilfinning að maður sé veiddur í gildru og geti ekki
losnað, skynjun lífsfjandsamlegs umhverfis, svo sem vetrar-
auðna, eyðimarka eða mánalandslags. Þessu fylgir sektar- og
minnimáttarkennd, spéhræðsla, auðmýking, vonleysi, þung-
lyndi, dauða- og vítisgrunur.
Þriðja skeiðinu, brottrekstrarskeiðinu, þegar sjálf fæðingin
hefst, tengjast ofsafengnar athafnir, áhættusamur akstur, morð,
barátta, stríð, eldmóður, sprengingar, upplifun dauðans og
endurfæðingarinnar.
Fjórða skeiðinu, sjálfri fæðingarstundinni, eru loks samfara
ranghugmyndir um Messíasarhlutverk, svipmyndir frá tortím-