Skírnir - 01.01.1985, Page 112
108
JÖRGEN SELST
SKlRNIR
ingu og endursköpun heimsins, samsömun við Jesú, náttúru-
myndir svo sem sólarupprás, útþensla geimsins, alheimssýnir,
endurfæðingar- og endurlausnarkenndir.
Grof leggur áherslu á að líkan sitt endurspegli það sem hann
nefnir „fjölvíddar og marglaga samfellu“ og að á LSD-sam-
komunum sé röð fæðingarskeiðanna örsjaldan eðlileg. Hin fjöl-
breytilegu mynstur fæðingargerðanna og breytt röð fæðingar-
skeiðanna mótuðust einkum af persónuleik viðkomandi einstakl-
inga, forsögu þeirra og umhverfi.
Þó að „Sverðið“ kæmi út mörgum árum áður en Grof birti
fyrstu niðurstöðurnar af LSD-rannsóknum sínum, er það eftir-
tektarvert að hægt er að lesa bókina sem „fjölvíddar og marglaga
samfellu" af fæðingarformgerðum í ýmsum mynstrum og röðum:
í lokuðum heimi hrörnunar, upplausnar, ófrjósemi og dauða,
þar sem Hilmar finnur sig ýmist öruggan eða þrúgaðan af innilok-
unarkennd og örvæntingu, verður hann að þola auðmýkingu og
háð. Móðir hans og Markús meðhöndla hann sem barn, skrif-
stofustjóri föður hans neitar honum um aðstoð gegn Markúsi, rit-
stjóri dagblaðsins hafnar beiðni hans með orðagjálfri, togarasjó-
mennirnir hlæja að honum og reka hann burt og eiginkona hins
raunverulega föður hans flekar hann. í drykkjuveislunni hjá
Markúsi vekur grátur lítils barns með honum smæðar- og auð-
mýktarkennd.
Að loknu drykkjusvallinu eftir jarðarför stjúpföðurins gleymir
Hilmar sér um stund á rakarastofunni meðan hann situr í stólnum
undir volgum andlitsdúknum. Hann fyllist skyndilega sjálfs-
trausti þegar hann sér sólina glampa á gljáslípuðum rakhnífnum,
en óttinn fær yfirhöndina þegar hann heyrir „hvin af ósýnilegum
eggjum“ yfir höfði sér, eftir hinn hörmulega dauða Rikka í höfn-
inni, enduróm af „gjammandi skærum og stáli“, sem hrifu hann
burt úr hlýju móðurskauti.
Þegar prófessorinn lýsir hugmyndum sínum um hvernig ver-
öldin muni farast í ragnarökum finnur hann stundarhuggun.
„Fenrisúlfur, hafði ég upp eftir honum og varð um leið hugsað til
Markúsar. Nei, ég var ekki flúinn og þessa nótt myndi ég eflast
nýjum krafti.“ Goðsögnin um ragnarök er enn í huga hans þegar
hann skjögrar út úr skúrnum í fylgd „Satans“, drykkfellda kynd-