Skírnir - 01.01.1985, Page 116
112
JÖRGEN SELST
SKÍRNIR
sem heldur íslandi í greip sinni, að því er aðdáendur hans telja.
En þegar hann sannfærist um að Markús hafi dauða Rikka á sam-
viskunni og að hvíla frú Lilju sé gildra sem Markús hafi egnt fyrir
hann, er ljóst, að Markús er vofan sem hann glímir við, sú vofa
sem eftir næturstuldinn á sprengiefninu rís yfir hann í tröllslegri
stærð. Sökinni á afneitun sjálfs sín á Rikka veslingnum, móður-
duldinni sem hann ber til konu Markúsar, varpar hann yfir á
herðar þess síðarnefnda, sem er ástmaður móður hans.
En Hilmar skilur ekki að hann er að berjast við „óvætti í hvelf-
ingum heila og hjarta“, eins og Ibsen sagði. Þegar Gróa spákona
leggur fyrir hann stjörnu og hann dregur spilið með Gretti Ás-
mundarsyni finnst honum það „góðs viti“. En í Grettlu eru örlög
hetjunnar einmitt ráðin á þeirri stundu þegar glíman við drauginn
hefst.
Markús er persónugervingur alls þess sem Hilmar, án þess að
gera sér það ljóst, berst gegn í eigin barmi: ógeð á frænkunni með
köttum sínum og fiskbrækju, sem kemur í veg fyrir að hann fái
notið Veru, hina sjúku og djöfullegu kennd hans til móðurinnar.
Fiskþefurinn hjá frænkunni gengur aftur í lýsingunni á Viggó
Backmann, rónanum, fyrrverandi elskhuga móðurinnar, en
honum hafði Markús rutt úr vegi á sínum tíma. í órum Hilmars og
draumum hans um hefnd yfir Markúsi skýtur þessu vesæla mann-
hraki upp. Það leggur frá honum óþef af úldnum fiski. And-
stæðan er Vera, en af henni er aldrei fisklykt, þó hún hjálpi
frænku sinni í búðinni.
Carl Gustaf Jung bendir á9 að móðurímynd hafsins í draumum
og hugarórum sé hliðstæða undirvitundarinnar að því marki sem
djúpvitundin má skoðast uppspretta vitundarinnar. Fiskurinn
gæti í þessu viðfangi verið tákn fyrir þá innsýn í dj úp undirmeðvit-
undarinnar, sem Hilmar getur ekki öðlast.
Aftur birtir upp í huga hans og hann heldur niður að höfn.
Fiskibátur er sýnilegur milli tendraðra vitanna. En fengurinn úr
djúpinu lætur á sér standa. Við stýrið stendur Óðinn, guðinn ein-
eygði, og Hilmar sekkur í „maðkasjó“, eins og Gróa spákona
spáði fyrir honum.
Þetta er sú vofuveröld, sem Hamlet talar um í eintali sínu,
þaðan sem einkunnarorð bókarinnar eru tekin. En andstætt