Skírnir - 01.01.1985, Page 117
SKÍRNIR
SVERÐIÐ OG HIN MYRKU ÖFL
113
Hamlet nær Hilmar aldrei svo langt að hefjast handa. Hann
skortir þrek til að horfast í augu við dýpstu vandamál sín, sem er
forsenda þess að hann beiti sverðinu í heimi raunveruleikans.
„Ef sverð þitt er stutt, gakk þá feti framar,“ segir stjúpfaðir
hans við hann í draumnum, og bendir á pappírshnífinn úr skrif-
stofunni, sem Hilmar hafði fyrir löngu hafnað sem bitlausu vopni.
Honum sést yfir það, að í draumnum er þetta sljóa vopn orðið að
bithvössum skurðhnífi.
Fyrsta skrefið til að sigrast á geðflækju eða duld er að horfast í
augu við eigin skapgerðargalla - að ganga feti framar. Þetta er
upphaf allrar sálfræðilegrar læknismeðferðar.
Veru dreymir að Hilmar biðji hana að loka glugganum, því
honum sé kalt. Hilmar skilur þó ekki að draumurinn höfðar til
hans sjálfs. „Og þú lokaðir glugganum?“ „Nei það var enginn
gluggi.“ „Mér datt í hug að kannski dreymdi hana svona af því að
hún væri hrædd um að lenda í hrakningum ... - ein án minnar
aðstoðar.“
Síðustu orð stjúpans á banabeðinu voru: „Brjóttu gluggann.“
Hilmar heldur að hann sé að gefa eitthvað í skyn um Markús, en
gegnum alla bókina er glugginn einmitt tákn dýpstu vandamála
hans sjálfs. Þegar hann gerir upp sakirnar við móður sína í fyrsta
sinn yfir kistu stjúpföðurins og hún sver að þau hafi verið ham-
ingjusöm, hvíslar hann: „Það var Markús sem sveik hann, . . .
það er Markús sem hefur svikið okkur öll, naðran, höggormur-
inn.“ Og hann skjögrar inn í baðherbergið og kastar upp.
„Gargið í kríunni heyrðist gegnum opinn gluggann líkt og hún
væri að hæðast að öllu sem sagt var í þessu húsi.“ Staðhæfingar
móðurinnar eiga heldur enga stoð í veruleikanum. Stjúpfaðirinn,
sem elskaði hana, varð að þola gortið í elskhuga hennar og hörku-
lega framkomu hennar við drenginn, án þess að fá nokkuð að
gert.
Þegar Hilmar hefur tekið ákvörðun um sprenginguna, horfir
hann út um lokaðan gluggann: „Kríurnar frá í vor voru horfnar.“
Söguhetjuna brestur kjark til að horfast í augu við sannleikann,
að hann berst við öfl, sem búa í honum sjálfum. Honum stendur
ógn af einlægninni, vegna þess að sjálfur getur hann ekki verið
Skírnir-8