Skírnir - 01.01.1985, Page 120
116
JÖRGEN SELST
SKÍRNIR
ans eftir drykkjusvallið, er hann enn í krumpuðum fötum og
órakaður eins og róni. Hann fer í ofboði úr hanastélsboði Mark-
úsar, á undan sjálfum heiðursgestinum, hershöfðingjanum,
missir gjörsamlega stjórn á sér við Alexander og fleygir kettinum
beint í andlitið á Bertel mági sínum. Þegar djúpvitundin verður
ráðandi og „persona" leysist upp raskast „sálarjafnvægið“ eins og
Jung nefnir það.
Þrátt fyrir þetta heldur Jung því fram að þessi sálarröskun þjóni
vissum tilgangi, þar sem hún „bætir upp þverrandi vitund með
sjálfvirkri og leiðbeinandi starfsemi djúpvitundarinnar, sem
stefnir að því að skapa nýtt jafnvægi, og tekst það, að því tilskildu
að vitundin geti tileinkað sér það sem djúpvitundin eys úr brunni
sínum, þ. e. skilur það og vinnur úr því. En ef djúpvitundin sigrar
vitundina skapast sjúklegt ástand.“12
Þetta er nákvæmlega sú þróun sem verður innra með Hilmari.
Og síðasta athugasemdin er kjarninn í þeirri mynd sem Jung
dregur upp af hinu mannlega sjálfi. Gagnstætt Freud, sem telur
hugsýki orsök sem hægt sé að rekja til liðinna atvika í lífi einstakl-
ings, telur Jung að hún vísi áleiðis og sé nauðsynlegur áfangi á
þroskaferli mannsins. En þessi þróun getur aðeins orðið ef ein-
staklingurinn er móttækilegur fyrir það táknmál sem djúpvitund-
in tjáir sig á.
í ritdómi13 um skáldsöguna í Tímariti Máls og menningar er
gagnrýnandinn ekki sáttur við að Markús komi fram sem raun-
veruleg persóna, þar sem aðeins beri að líta á hann sem persónu-
gerving kapítalískrar hugmyndafræði. En táknin í bókinni eru
ekki þeirrar tegundar sem gagnrýnandinn gerir ráð fyrir: tákn
einnar merkingar sem standa fyrir eitthvað annað. Þau eru hið
gagnstæða, tákn í þeim skilningi sem Jung leggur í hugtakið: þau
tjá, eins vel og hugsanlegt er, flókinn raunveruleik sem vitundin
hefur enn ekki skilið. Jung telur að táknið sjálft hvorki skilgreini
né skýri. Það bendir lengra, til hulinnar merkingar, sem enn
liggur utan seilingar okkar. Táknmyndunin er ekki meðvituð
starfsemi. Hún getur gerst með hugboði, t. d. með sýn eða
draumi. Táknið kemst því ekki til skila, ef einungis er lagður í það
einfaldur, beinn skilningur.
Hilmar reynir að hugsa um vandamál sín til að finna lausn á