Skírnir - 01.01.1985, Page 121
SKÍRNIR
SVERÐIÐ OG HIN MYRKU ÖFL
117
þeim. „Já þú hugsar. Þú hugsar alltaf . . . þú ert ekki eins og ég,“
segir Vera við hann. „Ég get ekki hætt að hugsa, hugsunin kvelur
mig, lætur mig ekki í friði,“ kvartar hann við Bertel.
Hilmar þekkir úr bókum þau vandamál sem hann glímir við.
í hanastélsboðinu hjá Markúsi flögra umræðurnar frá Neró keis-
ara og Ödípusarhneigð hans til innilokunarkenndar í
neðanjarðarbrautum: „„Móðir yðar hefur gengið of lengi með
yður“. . . . Við hlógum.“ Þetta dæmi um „sálfræðikjaftæði“,
innantómt tal um sálfræðileg vandamál, sýnir að bókleg þekking
á vandamálum, sem snerta mann sjálfan, hefur ekkert gildi.
Skynsemin bregst Hilmari. Hann skilur goðsögnina um ragna-
rök og orð ritningarinnar um sverðið „hlutlægum skilningi“, eins
og Jung orðar það. Þannig túlka goðsagnir viðhorf mannsins til
ytri veruleikans og til annarra manna. En það verður einnig að
túlka goðsagnir á huglægan hátt. Frá þeim sjónarhóli endur-
speglar goðsögnin afstöðu mannsins til sjálfs sín og síns eigin and-
lega veruleika. Hilmar áttar sig ekki á dýpri merkingu orða ritn-
ingarinnar, þ. e. nauðsyn þess að skera á fjöldskylduböndin, né
heldur á boðskap goðsagnarinnar um ragnarök, eða eyðingu þess
gamla og uppkomu nýrrar veraldar. Fyrir honum er sverðið að-
eins vopn sem hann getur ógnað Markúsi með, og þó að það sé
eðlisskylt fæðingartólum, kemur hann ekki auga á dýpri skír-
skotun þess, skurðhnífinn til að skera tengslin við móðurina, svo
að hann geti skynjað sjálfan sig sem óháðan einstakling.
Þegar Hilmari í ofskynjunum sínum finnst hann vera glóandi
sól og lítur á sólarupprásina sem himneskan fyrirboða, er það í
samræmi við sólargoðsagnirnar hjá Jung. Guðinn eða hetjan er
sólarímynd. Gamla sólin sígur í hafið og rís eins og nýfædd í blóð-
ugum morgunroða. En honum tekst ekki að skilja þessi tákn.
Erkitýpa móðernisins er gædd mætti til endursköpunar, segir
Jung. Þegar við erum stödd í ýtrustu neyð leitum við aftur til móð-
urmyndarinnar í hinni sameiginlegu djúpvitund, til þess að „líbí-
dóið“ (sjálfsorka hjá Jung) geti flust frá líkamskerfinu yfir á and-
legt eða siðferðilegt svið. Hilmar fer út úr kaffistofu Kornelíusar
og niður að höfn. Pólstjarnan og Venus tindra á kvöldhimninum
yfir fiskibátnum sem stefnir til hafs: „Það var eins og ég hefði
verið innibyrgður í skúmugri myrkvastofu og að nú opnuðust