Skírnir - 01.01.1985, Page 122
118
JÖRGEN SELST
SKÍRNIR
fyrir mér allar gáttir . . .“ Á hæstu húsum lýsa siglingaljós fyrir
flugvélar og honum finnst eins og hann hafi villst í myrkrinu og sé
á heimleið til fæðingarborgarinnar, sem nú býður hann velkom-
inn „af því að ég myndi sýna henni að ég væri verður þess að vera
sonur hennar“.
Djúpt snortinn af opnu hafi og himni og því öryggi sem leið-
sögumerki mannanna veita honum, en Pólstjarnan og Venus
veittu liðnum kynslóðum, skynjar hann sjálfan sig á þessari upp-
höfnu stund. Honum finnst móðurfaðmur standa sér opinn.
„Tákngervingin“, svo notað sé orðalag Jungs, „skipar borginni í
sæti móðurinnar. Hneigðin til síbernsku takmarkar og lamar hinn
fullvaxta, en tengslin við borgina krefjast þegnskapar hans, eða
gera honum a. m. k. kleift að verða til gagns í þjóðfélaginu.“14
Við höfnina verður Hilmar gagntekinn af þeirri hugmynd að
gerast bjargvættur þjóðarinnar. En slíkur hetjuandi krefst þess
að hann viðurkenni kynferðislega fjötra sína við móðurina og geti
skilið móðurtengsl eigin undirvitundar frá erkitýpu hinnar sam-
eiginlegu djúpvitundar, en það er að dómi Jungs frumskilyrði
manndómsvígslunnar. Til slíkrar endurfæðingar skortir Hilmar
þrek. Samstilling meðvitaðra og djúpvitaðra krafta á sér ekki
stað, sjálfsvitundin verður honum ekki það sverð sem á hnútinn
heggur, né - eins og í Opinberunarbókinni - hinn skapandi
máttur, hið andlega völsatákn.
Hin duldu öfl verða honum ofurefli. Hann er hinn útvaldi frum-
kvöðull ragnaraka, sá sem getur drepið og lagt í rúst með góðri
samvisku. Sprengjurnar eiga að verða sverð hans. Hann kryfur
ekki sjálfan sig. Ýmist svellur honum móður og hann er bjarg-
vættur þjóðarinnar, ofurmennið sem veit að tilgangurinn helgar
meðalið, sjálfur Messías, eða hann lætur yfirbugast af vanmáttar-
kennd og þráir að hverfa í faðm móður sinnar eða skríða í skjól
trúarinnar hjá Bertel. „Ef við ruglum saman hinni sameiginlegu
djúpvitund og persónulegum eiginleikum, leysist persónuleiki
mannsins upp í andstæður sínar: mikilmennskubrjálæði - minni-
máttarkennd, gott - illt.“15
Hilmari tekst ekki að verða heilsteyptur maður, eða það sem
Jung nefndi „in-divi-dual“ þ. e. ó-klof-i. Þegar Vera ber upp á
hann að hann öfundi sig á hún við, að hann myndi vilja leita skjóls