Skírnir - 01.01.1985, Page 123
SKÍRNIR
SVERÐIÐ OG HIN MYRKU ÖFL
119
bak við sjúkdóm hennar, gegn því afli sem Markús táknar (hráka-
baukur Veru er vopn gegn Markúsi í martröð Hilmars í fanga-
klefanum). í dýpsta skilningi öfundar hann Veru af andlegri heil-
brigði hennar.
Vera táknar hin sanna og nafnið hæfir (þó hún skrökvi að Hilm-
ari til að ögra honum). Hún er gædd öllum þeim eiginleikum sem
Hilmar svo sárlega skortir, hreinlyndi, einlægni, baráttuþreki, at-
orku og fórnfýsi. Hún vill fæða barn sitt og bjóða erfiðleikunum
byrginn og hún lætur sér fátt um finnast innantómt tal Hilmars um
hetjudáðir fornkappa og þjóðarstolt íslendinga. En á draumi
sínum tekur hún mark. Hann gerist á bersvæði og henni finnst
enginn gluggi vera. Hún þorir að horfast í augu við veruleikann
og er ekki á valdi innantómra hugleiðinga: „Nei, mér er nóg að
vera til, anda, sjá, heyra - skynja,“ segir hún við Hilmar. Lækur-
inn, sem rennur fyrir framan þau í draumnum er uppspretta
lífsins, sjálfrar tilverunnar.
Þegar Vera ætlar að bjóða Hilmari að dreypa á „lífselexírnum“
birtist frænkan og hann fer á mis við hreystina, sannleikann og
lífið. Jung taldi lækningu hugsýki felast í því að flétta saman þrjá
þætti persónuleikans, þ. e. vitundina, hina persónulegu djúpvit-
und og samvitundina. Þegar stjúpinn með því að nota þolmynd
„ég var skorinn upp“ gefur til kynna í draumnum, að sé sverðið
of stutt nægi ekki kjarkurinn einn til að framkvæma, heldur verði
að sækja styrk til athafna utan egósins, þá má líta á
það sem nauðsyn þess að opna sig fyrir „þeirri samvisku sem er
æðri manninum", eins og Jung segir, visku sem kemur úr af-
kimum djúpvitundarinnar og Jung nefnir „sjálfið“, en það er sú
erkitýpa sem geymir innan vébanda sinna öll þau „forrit“ í sam-
vitundinni, þar sem skapandi starfsemi á upptök sín: „Tengsl
sjálfsins og egósins eru sambærileg við tengsl sólar og jarðar,"
segir Jung í bréfi. „Sjálfið hefur engin ytri mörk. Sá einn sem
hefur komist að þessari niðurstöðu getur skilið og skýrt hvað felst
í sjálfinu."
í bréfi frá 1948 segir Jung: „Ég gæti sagt að líta megi á „sjálfið“
sem guðdóminn . . . Þegar ég tala um guð (sem sálfræðingur) á ég
við mannlega heild í sálrænum skilningi. En myndin felur einnig
í sér eitthvað yfirskilvitlegt, því hún er ólýsanleg og óskiljanleg .. .“