Skírnir - 01.01.1985, Page 124
120
JÖRGEN SELST
SKÍRNIR
Skýr og sársaukafull minning úr bernsku rifjast upp fyrir Hilm-
ari. Móðir hans sparkar í kubbakirkju sem stjúpfaðirinn hefur
byggt fyrir hann á gólfinu. Þó hafði hún sjálf gert sér kapellu í
hellisskúta sem barn, en nú var það bara Markús og heimur hans
sem hún var gagntekin af.
„Hvað varðar mig um þennan Markús?“ segir Vera við Hilmar,
og skyndilega öðlast hann aftur kjark og tekur utan um hana.
Þegar hún vísar honum á bug og hann fer frá henni fullur beiskju,
segir hún snöggt: ,,„Ég var í kirkjunni.“ „Jæja,“ svaraði ég.“ Sá
„lífselexír“ sem Vera geymir, en tekst ekki að deila með Hilmari,
verður að skoðast sem einskonar alheimseind, sem Jung finnst „á
einhvern hátt samsvara guði“ og söguhetjan getur ekki öðlast
hlutdeild í. Sverðið er of stutt og hann brestur kjark til að ganga
feti framar.
Skáldsaga Agnars Þórðarsonar er þó ekki djúpsálfræðileg
könnun. En hún hefur ótal marga fleti og segir frá örlagaríkum
ferli söguhetjunnar um völundarhús sálarinnar, þaðan sem hún á
ekki afturkvæmt. Aðalstef bókarinnar endurhljómar í ýmsum til-
brigðum: í persónulýsingunum, allt frá skrifstofustjóranum
Alexander, samsömuðum þeirri grímu sem hann ber, hulinn bak
við skyggð gleraugun, til daðurdrósarinnar Járnbrár, sem hlær
glerkenndum hlátri - í stílnum, þar sem sársaukafull lýsing á því,
þegar móðirin kveður heimahagana endurspeglar vandamál
söguhetjunnar sjálfrar. Þessi kveðjudagur móðurinnar, dagur
sem hann sjálfur hefur aldrei upplifað, er honum raunverulegri
en sjálfur veruleikinn. Hugmyndir hans um lífshamingju með
Veru verða átakanlegar glansmyndir eins og í túristabæklingi.
„Lokað í dag, stóð svörtum prentstöfum á hurðinni fyrir
framan.“ Með þessum orðum upphefst aðalstef bókarinnar. í leit
skáldsins um afkima sálardjúpsins birtist á skjá hans tilgangur og
von yfirskyggð af vanmætti og þrúgandi ógn.
Hilmar er á valdi dulinna afla og getur ekki metið aðstæður
raunsætt, eins og oft vill verða í mannlegum samskiptum: „Ör-
uggasti mælikvarði á það að hve miklu leyti einstaklingur er í sál-
arjafnvægi eða það sem menn kalla „normal“ er hvort hann getur
brugðist við umhverfinu á raunsæjan hátt, sýnt tilfinningaleg blæ-