Skírnir - 01.01.1985, Page 125
SKÍRNIR
SVERÐIÐ OG HIN MYRKU ÖFL
121
brigði og heilbrigða dómgreind - en þetta er þó sjaldgæfara en
ætla mætti.“16
í ljósi þessa virðist skáldsaga Agnars Þórðarsonar - í heimi þar
sem ragnarök eru ekki lengur aðeins goðsögn, heldur yfirvofandi
áhætta, -ógnvekjandi nærgöngul. Sverðið er bók sem áræðir „að
kljást við stóru vandamálin sem varða rök tilverunnar" og af-
hjúpa „hin myrku öfl í manninum“, eins og Sigurður A. Magnús-
son lýsti eftir í dómi sínum um íslenskar bókmenntir eftirstríðsár-
anna. Öfl, sem ekki hafa verið skýrð fyrr en með síðari tíma sál-
fræðirannsóknum.
En bókin lýsir líka á lifandi og áhrifamikinn hátt íslensku þjóð-
félagi í fangbrögðum gamals og nýs tíma, þar sem þegnarnir,
verkamenn, sjómenn, bændur, borgarar, kommúnistar og kapí-
talistar, skáld, svindlarar, rónar og vændiskonur glíma við félags-
leg og fjárhagsleg vandamál, horfast í augu við brostnar vonir eða
eiga sér draum.
Eins og mennirnir leika hlutverk sitt jafnt á ytra sviðinu og í
hugarheimi söguhetjunnar, þá er og náttúran og veðurfarið
óblítt, fegurðin nakin og ljósaskiptin dulúðug.
Skáldsöguna Ef sverð þitt er stutt skortir hvorki „dýpt né
breidd“. Hún hlýtur að teljast meðal öndvegisverka í íslenskri
skáldsagnagerð eftirstríðsáranna.
I viðtali sem hinn kunni höfundur Anthony Burgess, sá sem samdi m. a.
„A Clockwork Orange," átti við Le Nouvel Observateur 24. - 30. ág. 1984,
segir hann er hann ræðir um sálfræðinga: „Ég tel að Otto Rank hafi komist
næst sannleikanum varðandi fæðingarmartröðina (le traumatisme de la naiss-
ance).“
(Aths. þýðanda).
Hildigunnur Hjálmarsdóttir þýddi, Ingólfur Pálmason las þýðinguna og benti
á margt sem betur mætti fara.
Jörgen Selst er rannsóknarbókavörður við Ríkisbókasafnið í Árósum. Hann
er cand. mag. í dönskum og frönskum bókmenntum, hefur ferðast mikið um
ísland, les íslensku og fylgist vel með íslenskum málefnum.