Skírnir - 01.01.1985, Page 128
124
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
SKÍRNIR
þat, er blóð þat stóð í, ok hlautteinar, þat var svá ggrt sem stgkklar, með því
skyldi rjóða stallana gllu saman ok svá veggi hofsins útan ok innan ok svá
stókkva á mennina, en slátr skyldi sjóða til mannfagnaðar. Eldar skyldu vera
á miðju gólfi í hofinu ok þar katlar yfir. Skyldi full um eld bera, en sá, er gerði
veizluna ok hgfðingi var, þá skyldi hann signa fullit ok allan blótmatinn, skyldi
fyrst Óðins full - skyldi þat drekka til sigrs ok ríkis konungi sínum - en síðan
Njarðar full ok Freys full til árs ok friðar. Pá var mgrgum mgnnum títt at
drekka þar næst bragafull. Menn drukku ok full frænda sinna, þeira er heygðir
hgfðu verit, ok váru þat minni kglluð.4
Þessi lýsing Snorra Sturlusonar á fornri blótathöfn á sér enga
fullkomna hliðstæðu í fornnorrænum ritum og fræðimenn hafa
nokkuð hugleitt hvort Snorri hafi upphaflega samið þessa lýsingu
sjálfur eða hvort hann byggi á eldra riti. í útgáfu Heimskringlu
1941 telur Bjarni Aðalbjarnarson að þessi kafli muni frumsaminn
af Snorra.5 í Eyrbyggja sögu er lýsing á hofi Þórólfs Mostrar-
skeggja og eftirfarandi hluti um sumt áþekkur lýsingu Snorra:
Á stallanum skyldi ok standa hlautbolli, ok þar í hlautteinn sem stgkkull væri,
ok skyldi þar stgkkva með ór bollanum blóði því, er hlaut var kallat; þat var
þess konar blóð, er svæfð váru þau kvikendi, er goðunum var fórnat.6
Eyrbyggja er rituð á þrettándu öld, en fræðimenn hefur greint
á um hve snemma á öldinni. Þegar Einar Ól. Sveinsson gaf Eyr-
byggju út í ritröð íslenskra fornrita, taldi hann að sagan væri rituð
nálægt 1220.7 Sigurður Nordal taldi hins vegar í ritgerð sinni í
Nordisk kultur 1953 að Eyrbyggja væri rituð nálægt 1250,8 og hafa
ýmsir fræðimenn síðan tekið undir skoðanir hans.9 Tímasetning
Eyrbyggju skiptir máli fyrir þann kafla sem hér um ræðir og fyrir
hugsanleg rittengsl Eyrbyggju og Heimskringlu sem talin er rituð
nálægt 1230.10 Eins og fram kemur þegar orðalag textanna í Eyr-
byggju og Heimskringlu er borið saman er þar um áberandi lík-
indi að ræða. Finnur Jónsson bar þessa tvo kafla saman árið 1898
og sagði þá m. a.:
að það er ein og sama frásögnin sést best af því, að hlautteininum er líkt við
stgkkul á báðum stöðum; það er ólíklegt, að ég ekki segi ómögulegt, að sama
hefði svo dottið tveimur höfundum í hug.11
Finnur Jónsson taldi að Snorri hefði samið þennan kafla, sem
frá honum væri kominn í Eyrbyggju. Komst Finnur að þessari