Skírnir - 01.01.1985, Page 139
SKÍRNIR
BLÓT OG ÞING
135
1. Samanburður á umræddu textabroti Úlfljótslaga og hlið-
stæðum texta í Eyrbyggju sýnir að kaflinn í Eyrbyggju er dæmi-
gerður fyrir arfsagnir bliknaðra minna, en textabrot Úlfljótslaga
er með gerólíkum brag, ritað af öryggi og myndugleik.
2. Smásmuguleg og nákvæm lýsing á því í textabroti Úlfljóts-
laga hvernig goðinn blótaði á þinginu á sér enga fyrirmynd eða
hliðstæðu í varðveittum frásögnum af blótatferli.
3. Textabrot Úlfljótslaga hefur á sér einkenni hins knappa,
hnitmiðaða lagamáls. Inntak textans er þó Grágás mjög fram-
andi, sem tengir blót hofi og heiðnum vættum.
Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið, virðist mér lík-
legasta skýringin á uppruna umrædds hluta Úlfljótslaga sú, að hér
sé um fornan, stirðnaðan lagatexta að ræða, sem eigi rætur að
rekja til tíundu aldar.57
Sé rétt sú ályktun sem hér hafa verið leiddar líkur að, að sá hluti
Úlfljótslaga sem hér hefur verið kannaður sérstaklega sé leifar
gamals texta og þannig vitnisburður um atferli goðanna á þingum
fyrir kristnitöku, þá er þar fengin heimild um tvíþætt hlutverk
þeirra og náin tengsl þess sem síðar var kallað andlegt og verald-
legt vald eða trúarlegt og félagslegt hlutverk. Hafa ber þó í huga,
að frá sjónarmiði tíundu aldar goða gat þessi tvískipting ekki
verið til staðar, heldur hlaut tilveran að vera ein heild þar sem
hvað féll að öðru. í þeirri heild mun trúarathöfnin, blótið, að lík-
indum hafa verið jafn eðlilegur liður í þingstörfum og aðrir þættir
þeirra sem síðar voru kallaðir veraldlegir eða félagslegir.
IV
Ákveðin staðhæfing hefur oft skotið upp kollinum þar sem hlut-
verk tíundu aldar goða hefur borið á góma og þá einkum þegar
rætt hefur verið hvort hlutverk þeirra hafi fremur verið trúarlegs
eðlis en félagslegs. Þessi staðhæfing er á þá lund, að næsta ólíklegt
sé, að goðavaldið hefði lifað af kristnitökuna, ef meginhlutverk
goðanna hefði verið trúarlegs eðlis.58 í fræðiritum er þessi stað-
hæfing oft ekki rökstudd sérstaklega, en gengið virðist út frá ein-
hverjum almennum sannindum í þá veru, að við trúarskipti hljóti