Skírnir - 01.01.1985, Page 148
144
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
kaupir hann hálfan. En ekki festi Sighvatur þar yndi3 og mun hafa
selt land sitt til lausafjár áður en hann hóf búskap í Hjarðarholti
1198.4 Ekki er ljóst hverjir bjuggu á Staðarhóli nálægt alda-
mótunum 1200 en hitt er víst að árið 1225 býr þar Páll Hallsson
prestur, göfugur maður, bróðursonur Þorgils Gunnsteinssonar
prests, sem áður bjó á Staðarhóli. Það virðist vera Páll prestur
sem tekur á móti Guðmundi biskupi Arasyni og mönnum hans á
Staðarhóli haustið 1227.5 Árið 1234 búa þeir Órækja Snorrason
Sturlusonar og Svertingur Þorleifsson, dóttursonur Hvamm-
Sturlu, á Staðarhóli,6 en ári síðar gera þeir Svertingur og Sturla
Þórðarson félagsbú á Staðarhóli.7 Árið 1241 virðist Svertingur
búa að Hvammi í Dölum8 og býr þá Sturla væntanlega einn á
Staðarhóli.
Hvernig var talið á 12. og 13. öld að byggð hefði hafist í Saurbæ
og á Staðarhóli? Líta má á texta tveggja Landnámugerða þar að
lútandi.
í hinni fornlegu gerð Landnámabókar, sem nefnd hefur verið
Melabók, er sagt frá landnámi í Saurbæ í Dölum með þessum
hætti:9
Þjóðrekur son Sléttu-Bjarnar kom ungur til íslands og Þuríðar Steinólfs-
dóttur, Ingjaldssonar hins hvíta, nam Saurbæ allan á milli Tjaldaness og Múla-
fells og bjó undir Hóli. Hans son var Sturla og . . . son Sturlu var Þórður faðir
Þóríðar.
Frá næsta landnámi við Saurbæ, Ólafsdal, segir svo í Mela-
bók:10
Ólafur belgur, er Ormur hinn mjóvi rak á burt úr Ólafsvík, hann nam
Ólafsdal fyrir innan Múlafjall og bjó þar til elli . . .
Frásögn Sturlubókar Landnámu, sem Sturla Þórðarson hefur
sett saman upp úr gamalli Landnámugerð, er öðruvísi. í Sturlu-
bók segir frá landnámi í Saurbæ fyrst þannig að Steinólfur lági í
Fagradal hafi numið allan Saurbæ austur til Grjótvallarmúla, en
síðan segir frá tengdasyni Steinólfs:11
Sléttu-Björn hét maður, hann átti Þuríði dóttur Steinólfs hins lága, hann
nam með ráði Steinólfs hinn vestra dal í Saurbæ, hann bjó á Sléttu-Bjarnar-
stöðum upp frá Þverfelli. Hans son var Þjóðrekur, er átti Arngerði, dóttur