Skírnir - 01.01.1985, Side 149
SKÍRNIR UM STAÐARHÓLSMÁL STURLU ÞÓRÐARSONAR
145
Þorbjarnar Skjalda-Bjarnarsonar, þeirra son var Víga-Sturla, er bæinn reisti
á Staðarhóli, og Knöttur, faðir Ásgeirs, og Þorbjörn og Þjóðrekur, er borgin
er við kennd á Kollafjarðarheiði. Þjóðreki Sléttu-Bjarnarsyni þótti of þröng-
lent í Saurbæ, því réðst hann til ísafjarðar, þar gerðist saga þeirra Þorbjarnar
og Hávarðar hins halta.
Og frá næsta landnámi við Saurbæ, Ólafsdal, segir svo í Sturlu-
bók:12
Ólafur belgur, er Ormur hinn mjóvi rak á brott úr Ólafsvík, nam Belgsdal
og bjó á Belgsstöðum, áður þeir Þjóðrekur ráku hann á brott. Síðan nam hann
inn frá Grjótvallarmúla og bjó í Ólafsdal . . .
Sést á þessu að Landnámugerðirnar, Melabók og Sturlubók,
greinir nokkuð á um landnám í Saurbæ. í Melabók er landnáms-
maðurinn Þjóðrekur Bjarnarson með göfugt móðerni, í Sturlu-
bók er landnámsmaðurinn Steinólfur lági, tengdafaðir Sléttu-
Bjarnar, sem er landnámsmaður í hluta af landnámi Steinólfs
með hans ráði. í Melabók er landnámið Saurbær allur milli
Tjaldaness og Múlafells og landnámsmaðurinn talinn búa „undir
Hóli“. í Sturlubók er landnám Sléttu-Bjarnar talið „með ráði“
fyrsta landnámsmannsins, Steinólfs, og einungis talað um „vestra
dal í Saurbæ" og það er barnabarn Sléttu-Bjarnar, Sturla, sem
talinn er reisa bæinn að Staðarhóli. í frásögninni af Ólafi belg í
Sturlubók eru „þeir Þjóðrekur“, með því er væntanlega átt við
Þjóðrek, Björn föður hans og Steinólf móðurföður hans, látnir
reka Ólaf austur fyrir Grjótvallarmúla og tryggja sér þannig
meira land í Saurbæ.
í máldögum Staðarhólskirkju frá miðöldum birtist okkur
höfuðbólið Staðarhóll með osttollum, tíundum, ljóstollum, út-
kirkjum og öðrum skyldum. í elstu máldögum Staðarhóls, frá
miðri 14. öld, á kirkjan heimaland hálft og tekur tíundir af
þrettán bæjum.13 í byrjun 16. aldar á kirkjan heimaland allt sam-
kvæmt máldaga frá þeim tíma. Þá er Staðarhóll kominn undir
veitingarvald biskups og þá hafa einnig bæst við tekjustofn stað-
arins osttollar af þeim þrettán bæjum sem honum voru tíundar-
skyldir.14 Má ætla að osttollarnir hafi áður komið í hlut kirkju-
bóndans sem átti helming staðarins á 14. öld. Staðarhólsprestar,
en þeir skyldu vera tveir heimilisfastir, skyldu messa á útkirkjum
Skírnir -10