Skírnir - 01.01.1985, Síða 153
SKÍRNIR UM STAÐARHÓLSMÁL STURLU PÓRÐARSONAR
149
ari hluta 13. aldar, en foreldrar Guðrúnar Sámsdóttur, þau
Sámur prestur Símonarson og Guðrún Sveinbjarnardóttir,
bjuggu einnig á Geirröðareyri. Guðrún Sveinbjarnardóttir virðist
raunar vera til frásagnar í nokkrum sögum Sturlungusafnsins.
Þessi einkenni ættartölunnar benda til þess að hún sé í rauninni
framhald ritsins sem síðari tíma menn hafa nefnt „Ævi Snorra
goða“. Hefur þá Eyrbyggja saga og „Ævi Snorra goða“ ásamt ætt-
artölum Þórsnesinga og Álftfirðinga verið á undan Melabók
Landnámu í handritinu.
Þess má geta að Melamenn voru tengdir þessum ættum á 13.
öld. Þannig var Þuríður Hallsdóttir, systirPálsprestsáEyri, kona
Snorra Magnússonar á Melum, en ættir eru raktar til hans í Mela-
bók Landnámu. Kann þetta að skýra hvers vegna rit þessi eru í
sama handritinu, uppruni (próveníens) þeirra er í sömu ætt.
Ábendingar þessar út frá uppruna og efni handrits Melabókar eru
ekki til þess að auka á sennileika hinnar ófrjóu, og raunar botn-
lausu, tilgátu um að Melabók Landnámu sé runnin frá Styrmi
fróða Kárasyni.
Tengsl Sturlubókar Landnámu við Sturlu Þórðarson og senni-
leg tengsl Melabókar Landnámu við Pál Hallsson á Eyri og hans
fólk eru sérlega áhugaverð í ljósi þess sem nú skal vikið að.
Um vorið 1241 taka þeir Órækja Snorrason og Sturla Þórðar-
son að deila um heimildir á Staðarhólslandi. Sturia situr á Staðar-
hóli en Órækja virðist hafa ráð Snorra föður síns til að ná landinu
af Sturlu. Um þessi mál segir Sturla Þórðarson í íslendingasögu
■ 24
sinni:
En eftir það fór Órækja vestur í fjörðu og fann Einar Þorvaldsson, frænda
sinn, og stefndi honum til raunarstefnu um það, hvort hann hefði nokkrar
heimildir á Staðarhólslandi og Hvítadal, Múla, Þverfelli, Þverdal, Eysteins-
stöðum, Saurhóli. Tók Órækja heimildir á þessum Iöndum, ef Einari bærist.
Hann stefndi málinu til Þorskafjarðarþings, þá er fimm vikur voru af sumri.
Lét hann þá og orð fara um alla fjörðu og stefndi mönnum til Þorskafjarðar-
þings í greindan tíma. Kom Órækja þar þáogÁsgrímur Bergþórsson ogmenn
úr öllum fjörðum.
Þar kom Illugi Þorvaldsson með átjánda mann, og var hann einn sér, og
ekki mæltust þeir Órækja við á þinginu.
Órækja hafði fram landariftingar, og hafði fyrirsögn á málinu Starkaður
Snorrason, hann var sendur sunnan frá Snorra. Sá maður reifði málið, er