Skírnir - 01.01.1985, Síða 154
150
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
Brandur hét Sigmundarson, ísfirðingur forn. Þar dæmdust Órækju löndin öll.
Einn maður sat í dómi úr Saurbæ, Jón sonur Þorbjarnar smiðs úr Holti.
Því næst greinir Sturla frá því hvernig Órækja drap Illuga Þor-
valdsson og síðan tekur hann aftur upp þráðinn um málaferlin:25
Þá er Sturla spurði, að Staðarhóll var dæmdur undan honum, þá fór hanr. út
undir Fell til Guðmundar og fann þar Pál prest, er landið átti, og gerðu þeir
ráð sín. Spurði Páll, ef Sturla vildi, að þeir fyndi Órækju og semdi við hann,
ef hann vildi nokkursfyrir unna. Sturla vildi það víst eigi, ef Páli þætti þó órétt-
legriftingin. En Páll sagði, að engin voru réttindi í, ef jafnirmælendur væri að.
En Sturla vildi, að þeir hætti á það. Páll sagði fyrir, hversu með málinu skyldi
fara. En Sturla tók þá málið til sóknar og sættar.
Hann fór þá til Saurbæj ar og stefndi J óni Þorbj arnarsyni til alþingis um það,
að hann hefði dæmt ólög á Þorskafjarðarþingi, og stefndi til rofs dóminum.
Eftir það reið Sturla til þings og þeir tólf heiman þaðan. Sámur Pálsson kom
ti! hans við þriðja mann, og sendi Páll prestur hann til Gissurar (þ. e. Gissurar
Þorvaldssonar), að hann skyldi veita að málinu, er Þorvaldur faðir hans hafði
ónýtt gjöf þá, er Einar Þorgilsson hafði gefið Kolfinnu, dóttur sinni laungetinni,
undan systrum sínum er taka áttu, en Þorvaldur rauf gjöfina af hendi Yng-
vildar Þorgilsdóttur, mágkonu sinnar.
Ketill Þorláksson veitti Sturlu að málinu, því að með þeim Órækju hafði
stórilla farið, þá er þeir fundust á Kolbeinsstöðum um vorið.
Sturla hafði fram málið, og raufst dómurinn, en mál Jóns var tekið úr dómi,
því að Sturla vildi hann eigi sækja. Var þá dæmt Sturlu Staðarhólsland, en
hverjum annarra það er átti.
Málaferlum þeirra Sturlu og Órækju lyktaði með því að
Órækja þóttist handsala Sturlu þær heimildir er hann þóttist eiga
á Staðarhóli og síðan segir Sturla svo frá:26
En Snorri prestur Narfason hafði þá orð sent Sturlu, mági sínum, Sturla átti
bróðurdóttur hans, að hann skyldi ráða fyrir Reykjahólum þau misseri, hvort
er hann vildi búa þar á sjálfur eða fá Órækju, ef það væri til greiða með þeim.
Og því fékk Sturla Órækju Hólaland til ábúðar þau misseri. Og skildu þeir
frændur þá með vináttu, og gerði Órækja þá bú á Hólum.
Af frásögninni af ráðum Páls prests má sjá a. m. k. þrennt. í
fyrsta lagi að hvorugur þeirra Sturlu og Órækju hefur átt Staðar-
hól, en deilan stendur hins vegar um það hvor þeirra hafi handsal-
aðar réttar heimildir á staðnum.
í öðru lagi að Órækja fær landið dæmt til handa systursyni