Skírnir - 01.01.1985, Page 155
SKÍRNIR UM STAÐ ARHÓLSMÁL STURLU PÓRÐ ARSONAR
151
sínum Einari Þorvaldssyni, og virðist sem Einar sé talinn hafa
heimild af föður sínum, Þorvaldi Vatnsfirðingi, en Þorvaldur tal-
inn hafa heimild af Einari Þorgilssyni á Staðarhóli, því að Þor-
valdur átti Kolfinnu, dóttur Einars laungetna. Páll Hallsson
prestur hefur hins vegar þóst eiga heimild af föður sínum, Halli
presti, sem var sonur Hallberu, dóttur Þorgils á Staðarhóli. Ef
þessar heimildarakningar eru réttar, er heimilda á Staðarhóli að
leita um jafnmarga liði frá þeim Einari Þorvaldssyni og Páli Halls-
syni til Þorgils Oddasonar á Staðarhóli. Kemur það heim við orð
Páls í frásögninni „að jafnir mælendur væri að“.
í þriðja lagi virðast þeir Órækja og Snorri faðir hans hafa mis-
stigið sig í heimildatökunum þar sem er gjöf Einars á Staðarhóli
til Kolfinnu, dóttur sinnar laungetinnar, en gjöfin hafði verið
rofin af Þorvaldi Gissurarsyni. Hér finnur Páll prestur veilu í mál-
flutningi Órækju og Snorra. Þetta atriði hlýtur að hafa komið við
kvikuna hjá Haukdælum, því að með þessu voru dregnar í efa
heimildir á arfshlut Jóru, dóttur Klængs biskups, eftir afa sinn,
Þorgils á Staðarhóli, en Jóra var amma fóstursona Snorra, þeirra
Klængs og Orms. Síðar á þessu sama ári dó móðir þeirra Hallveig
Ormsdóttir. Leiddi það til deilna milli Haukdæla og Snorra
Sturlusonar um arf eftir hana. Lyktaði því með vígi Snorra og
fleiri atburðum sem kunnugt er. Málaferlin um Staðarhól eru að-
eins forleikurinn að þeim átökum, sem ekki skulu rakin frekar
hér. Þó má geta þess að þeir Snorri og Órækja eru með málaferl-
unum að narta í eitt helsta hneykslismál íslensku kirkjunnar á 12.
öld, þ. e. barneign Klængs Skálholtsbiskups með frændkonu sinni
Yngvildi Þorgilsdóttur frá Staðarhóli.27 Við finnum þannig hina
þungu undiröldu áhrifa kanónísks réttar og nýs kristilegs siðferðis
um löglegt hjónaband og skilgetin afkvæmi í málaferlunum um
Staðarhól.
Þessi málaferli varða landabrigði eins og þau birtast í Grágás,28
„Órækja hafði fram landariftingar“, eins og komist er að orði.
Með þeim er heimild Sturlu Þórðarsonar á Staðarhólslandi af
hendi Páls Hallssonar rengd og eignarheimild Páls á landinu einn-
ig. Athyglisvert er að þeir sem hafa málin fram í deilum þessum,
þeir Órækja Snorrason og Sturla Þórðarson, báðir laungetnir
synir feðra sinna, eru hvorugur eigandi að landinu sem deilt er