Skírnir - 01.01.1985, Page 157
SKÍRNIR UM STAÐARHÓLSMÁL STURLU ÞÓRÐARSONAR
153
ungu og máldögum frá 13. öld af sauðakvöðum og tollum ýmiss
konar, sem lagðir hafa verið á heil byggðarlög og héruð. Um goð-
orðin eru ákvæði í Grágásarlögum, unnt var að kaupa goðorð eða
gefa og skyldi það fara að erfðum. Auðvitað var fólgin tekjulind
í goðorði enda skyldi það virt að féránsdómi, þótt ekki teldist það
tíundarskylt.31 Menn gátu sagst úr og í þing með goða, innan
fjórðungs og út fyrirfjórðung ef þeir fluttust á jarðir þar, og hefur
það ef til vill hamið álagningu kvaða og tolla af hálfu goða, því að
illt var að missa marga þingmenn vegna þungra kvaða. Lítill vafi
er á því að landeigendur hafa ráðið miklu um þingfesti manna. Þá
eru einnig ákvæði í Grágás, sem kveða á um hverja skuli kveðja
til þings,32 án efa til þess að nokkru leyti að tryggja að þingreiðir
með goðum yrðu ekki til of mikilla þyngsla fyrir bændur. Glyttir
þar einnig í vald landeigenda.
Erfitt er að gera landeign á íslandi á 13. öld viðhlítandi skil.
Ljóst er af Grágásarlögum að leiguland hefur ekki verið
sjaldgæft, enda er leiglendinga einnig getið í skipunum höfðingja
á 13. öld. Ekkert vafamál er að töluverður hluti landsbyggðar-
innar hefur mótast af skiptingunni í aðalból og leiguból, sem lýst
er í Grágásarlögum. Aðalból eða höfuðból koma einnig glöggt
fram í máldögum kirkna frá 13. og 14. öld, þar sem skyggnst er
grannt um hlut kirkna í heimalandi jarða, sem virðist litið á sem
höfuðból. Hér eru líkindin við skipulag búrekstrarins á megin-
landi Evrópu augljós. Aðalbólin eða höfuðbólin á íslandi sam-
svara að mörgu leyti meginbúgörðum erlendis, hvort sem þeir
nefndust á latínu curtis, eða cour á rómanskar tungur, Hof í
Þýskalandi eða manor á Englandi. Heimalönd höfuðbólanna í ís-
lensku kirknamáldögunum, þ. e. land höfuðbólsins sem sjálfur
landsherrann bjó á, samsvara að mörgu leyti því sem nefnt var er-
lendis á latínu terra indominicata, á frönsku gjarna nefnt le
domain eða ensku the demesne. Leigubólin eða útjarðirnar, sem
talað er um í íslensku miðaldalögunum, samsvara minni bú-
jörðum erlendis, sem stóðu skör lægra en aðalbólin og voru þeim
háð.33
Höfuðbólaskipulagi landsbyggðarinnar í Evrópu á miðöldum
er marglýst í erlendum handbókum um sögu en gætir því miður
lítt í íslenskri sagnaritun nútímans, þótt nægar heimildir séu um