Skírnir - 01.01.1985, Page 158
154
SVEINBJÖRN RAFNSSON
SKÍRNIR
það á íslandi á miðöldum. Skipulagið miðar að því frá efnahags-
legu sjónarmiði að gera eiganda höfuðbólsins lífið eins létt og
mögulegt er. Höfuðbólið er venjulega stór eða sérlega góð jörð
og eru ábúendur útjarðanna skyldaðir til að leggja því til vinnu,
afgjöld og kvaðir af ýmsu tagi. Öll framleiðsla umfram vissar
nauðþurftir ábúenda útjarðanna er tekin til neyslu á höfuðbólun-
um. Á höfuðbólunum sitja því forréttindastéttir 13. aldar, höfð-
ingjar og prestar, og hafa til afneyslu vinnu og kvaðir, oft af fjölda
býla.
Það er sjálfgefið að vald landeigenda hefur verið mikið, þeir
hafa ráðið því hverjum var leigt land eða veittur ábúðarréttur á
landi þeirra, hverjum voru fengin forráð jarðanna. Landeigenda-
valdið samsvarar að miklu leyti því sem kallað hefur verið á
frönsku seigneurie fonciére, á þýsku Grundherrschaft eða ensku
landlordship ,34
Rétt er að benda skýrt á að landeign og mannaforráð voru ná-
tengd og alls ekki glöggt sundurgreind, allra síst í hugum 13. aldar
manna. Til þess að byggja höfuðból og nýta landeignir með sem
hagkvæmustum hætti þurfti að setja reglur um ábúð og umgengni
við landið. Það var gert með dómum, úrskurðum eða héraðssam-
þykktum að undirlagi þeirra sem fóru með goðorð, þ. e. dóms-
vald og mannaforráð, þeirra boðum og bönnum skyldi hlíta.
Mikilvægur þáttur í reglum af þessu tagi, sem gjarna eru fram
settar sem venjur eða fornir siðir, eru skipanir um ítök og kvaðir,
oft grundvallaðar á mati eða ítölu af einhverju tagi líkt og annars
staðar í Evrópu. Nokkrar skrár um slíkar skipanir í búskapnum á
íslandi eru varðveittar frá 13. öld, þar sem ljóst er að goðorðs-
menn hafa átt hlut að máli. Ég nefni sem dæmi skipan um osttolla
til Viðeyjarklausturs þar sem Þorvaldur Gissurarson og Snorri
Sturluson hafa átt hlut að máli, skipan Sæmundar Ormssonar um
almenninga í Hornafirði eða landamerkja- og ítakaskrá Ásgríms
Þorsteinssonar um allan Aðaldal.35 Kvaða- og ítakakerfi ís-
lenskrar miðaldasögu hefur aldrei verið tekið til gagngerðrar at-
hugunar. Þyrfti að athuga upphaf þess, eðli og hnignun á síðari
öldum. Mér virðist þó augljóst að uppruna þess sé oft að leita
meðal goða og landeigenda á 12. og 13. öld.
Vald goða og landeigenda var vissulega mikið á 13. öldinni en