Skírnir - 01.01.1985, Side 163
SKÍRNIR UM STAÐARHÓLSMÁL STURLU ÞÓRÐARSONAR
159
32. Grágás Ia 159-63 og Grágás II 320-25.
33. Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók (1974) 146-51,156 og 158,
þar er gerð grein fyrir skiptingunni í aðalból eða höfuðból annars vegar og
leiguból eða útjarðir hins vegar í íslenskum miðaldalögum. Stutta en
klassíska lýsingu á evrópskri höfuðbólaskipan má t. d. finna í H. Pirenne,
Economic and Social History of Medieval Europe. London 1936 (og mjög
oft síðar) 58-67. Enn fremur B. H. Slicher van Bath, The Agrarian Hi-
story of Western Europe. A. D. 500-1850. London 1963, 40-53. Orðið
„heimaland“ er í íslenskum kirknamáldögum 14. aldar notað í þessum
evrópska höfuðbólaskilningi sem nokkurs konar „demesne“. Staðamál
13. og 14. aldar verða ekki skilin á íslandi nema út frá höfuðbólaskipan af
evrópskri gerð. Höfuðbólaskipanin er því líklega ung og „kristin“ í ís-
lensku samfélagi 12. og 13. aldar.
34. Umþróun höfuðbólaeigna í Vestur-Evrópu á 11. og 12. öld, sjáG. Duby,
Rural Economy and Country Life in the Medieval West (1962) 197-220.
Leiglendinga þáttur Konungsbókar Grágásar er prjónaður aftan við
Landabrigða þátt, sjá Grágás Ib 135-39, sbr. Grágás II 497-503. Lands-
leigubálkur Jónsbókar ber valdi landeigenda einnig glöggt vitni.
35. Dipl. Isl. I. 492-96; Dipl. Isl. I. 532-37; Dipl. Isl. II. 1-5.
36. Um þróun húsbóndavalds af þessu tagi í Vestur-Evrópu, sjá G. Duby,
Rural Economy and Country Life in the Medieval West (1962) 220-24.
„Grið“ virðist orðið sem haft er um hið persónulega samband griðmanns
og bónda (eða stýrimanns að því er virðist stundum) í Grágásarlögum, sjá
Grágás Ia 128-32 og Grágás II264-68. Ekki er einsýnt að „grið“ þýði ein-
göngu „Hjem“ eða „Tilhold" (Finsen, Fritzner) í Grágásartextum og lík-
leg túlkun að í „griðum" sé einnig, og ef til vill einkum, fólgnar ákveðnar
afstæður eða samband milli persóna. Hið persónulega húsbóndavald,
„grið“, endurspeglast oft í fornsögum í tengslum við orð eins og griðmað-
ur, húskarl, heimamaður, vinnu- eða verkmaður.
37. Veruleiki 12. og 13. aldarmanna á íslandi var auðvitað mótaður ogskilinn
í goðsögulegu (mýtólógísku) efni Landnámabóka hvað varðaði heimilda-
tökur á landi eins og reynt er að gera grein fyrir víða í riti mínu, Studier i
Landnámabók (1974). Hið sama gildir a. m. k. að nokkru um Norðmenn
á sama tíma, sjá sama rit 196-7. Nokkur liðsauki viðhorfum mínum er
víða í riti M. T. Clanchy, From Memory to Written Record. England
1066-1307. London 1979, en þar segir m. a. frá enskum veruleika varð-
andi heimildatökur á 12. og 13. öld, ritum, ættartölum og táknum eða
hlutum sem talin eru sanna heimildir. Sérstaklega er athyglisverð greinar-
gerð Clanchys um heimildarannsókn (quo warranto) Edwards I. á síðari
hluta 13. aldar og viðhorfum til hennar, sjá 21 og áfram.