Skírnir - 01.01.1985, Page 191
SKÍRNIR LÖGBÓKARHANDRITIÐ GKS. 11541FOLIO 161
egi 1560-1568 (d. 1575). Þau bjuggu í höllinni Bergenhus, í
Björgvin áður en þau fluttust aftur til Danmerkur.9
Peder Schumacher var bókavörður í Konungsbókhlöðu í
Kaupmannahöfn 1663-1670. Hann skráði handrit safnsins og þar
á meðal Gks. 1154 folio.10 Ekki er vitað hvernig handritið lenti
þar en Jens Rosenkrantz (1640-1695), sem var skyldur Erik Ros-
enkrantz, átti mikið safn handrita sem m. a. Árni Magnússon not-
aði.11
Síðasta blað Gks. 1154 I var blað 60. Það var upphaflega autt
báðum megin fyrir utan að neðst á bl. 60rectohefur ef til vill verið
skrifað orð sem nú er ólæsilegt nema enn sést fyrsti stafurinn Þ.
Þetta blað var fest við upprunalegu kápuna og enn sjást merki
þess á verso hliðinni að það hafi verið rifið frá kápunni.
í Gks. 1154 I eru níu bálkar og er hverjum bálki skipt í kafla.
Bálkarnir eru á eftir Prologus bókarinnar, sem hefst með bréfi frá
Magnúsi lagabæti: Þingfararbálkur, Kristindómsbálkur, Land-
varnarbálkur, Mannhelgisbálkur, Erfðatal, Landabrigði, Lands-
leigubálkur, Kaupabálkur og Þjófabálkur.12 Handritið hefur ell-
efu lýstar síður með sögustöfum og frá þeim ganga stafleggir og
teinungar með spássíumyndum. Sögustafir eru við upphaf Pro-
logus, bl. lv (mynd 1), Þingfararbálks, bl. 2v (mynd 4), Kristin-
dómsbálks, bl. 6r (mynd 7), Landvarnarbálks, bl. 9v (mynd 9) og
Mannhelgisbálks, bl. 15v (mynd 10). Erfðatali er skipt í tvennt,
Kvennagiftingar og Erfðatal. Sögustafur er við upphaf hvors
bálks um sig, Erfðatal I, bl. 24r (mynd 13) og Erfðatal II, bl. 26r
(mynd 14). Síðan eru sögustafir við upphaf Landabrigða, bl. 32r
(mynd 15), Landsleigubálks, bl. 35r (mynd 16), Kaupabálks, bl.
51r (mynd 17) og Þjófabálks, bl. 57r (mynd 18).
Skoðanir frœðimanna á Gks. 11541
Flestir fræðimenn telja að Gks. 1154 I sé ritað á fyrri hluta 14.
aldar í Vestur-Noregi, nánar tiltekið Björgvin.
Gustav Storm áleit handritið skrifað í Björgvin um 1340 fyrir
Þorstein kumpa Eiríksson biskup í Björgvin 1343-1349. En
Storm taldi að lesa mætti nafn biskupsins út úr stöfunum neðst á
bl. 60r.13
Skírnir- 11