Skírnir - 01.01.1985, Page 193
SKÍRNIR LÖGBÓKARHANDRITIÐ GKS. 1154IFOLIO
163
sónur þess og upphafsstafir og það er Stjórnarhandritið AM 227 fol., frá fyrri
hluta 14. aldar (Hermansson 1935, pls. I, og 16-21). Það er líklega eitthvað
yngra en Hardenbergshandritið og ekki í sama gæðaflokki. Þó að það sýni
grófari og einfaldari útgáfu stílsins, eru allar lýsingar handritsins gerðar í stíl
sem hlýtur að eiga upptök sín í sama stílumhverfi og Hardenbergshandritið.
Einhver tengsl eru ef til vill við Svalbarðsbók sem talað var um áður, AM 343
fol (ibid, pls. 8 a-e, 53, og 54), en sumar lýsingarnar eru einnig skyldar
Hardenbergshandritinu hvað myndefni varðar. Þessi íslensku handrit byggja
án efa á norskum fyrirmyndum og stíll þeirra ber vitni um að líta má á Harden-
bergshandritið sem fulltrúa norsks handritaskóla.24
Hvorki Harry Fett né Knut Berg gátu bent á neitt sannfærandi
íkónógrafískt eða stílfræðilegt samanburðarefni frá Noregi fyrir
Gks. 1154 I nema norskar fyrirbríkur. Fett telur að greina megi
ensk-frönsk stíláhrif í handritinu og hann álítur að finna megi
bergmál af stíl handritsins í fyrirbríkunum frá Aardal og Róldal
sem nú eru í Historisk Museum í Björgvin.25 Knut Berg álítur
hins vegar að stíll Gks. 1154 I sé undir áhrifum frá enskum hand-
ritum, einkum handritum hirðskólans (Court-school) frá lokum
13. aldar og handritum frá fyrri hluta Austur-Anglíu skólans frá
um 1400, eins og þau endurspeglast í fyrirbríkinni frá Odda í Nor-
egi, sem nú er í Historisk Museum í Björgvin (mynd 26).26 Berg
bendir einnig á stíltengsl við Stjórnarhandritið AM 227 (mynd
22), sem tímasett er til um 1350, eins og fram kemur að ofan, og
telur hann handritin sprottin úr sama stílumhverfi. Ég tel að stíll
lýsinga Gks. 11541 og AM227 séekkilíkurnemaspássíuteikning-
arnar og fyrirkomulag þeirra á síðunni. En þrátt fyrir það er nægi-
legt íslenskt samanburðarefni fyrir Gks. 11541, ef litið er á hand-
ritin AM 347 og AM 343, til að ætla að stíl handritsins megi frekar
rekja til íslands en Noregs. Þessu hefur Selma Jónsdóttir einnig
haldið fram en hún rannsakaði Gks. 1154 I um 1966 með tilliti til
íslenskra handritalýsinga.27 Hún telur að handritin AM 347 og
Gks. 1154 I séu frá svipuðum tíma og stíll AM 343 sé um margt
mjög líkur Skarðsbók, AM 350 folio.28 Skarðsbók er Jónsbókar-
handritfrá 1363 (mynd21), og ernúíStofnunÁrnaMagnússonar
í Reykjavík. Selma álítur einnig að AM 343 sé jafnvel yngra
handrit en AM 347.
Ég bað Stefán Karlsson að líta á skriftina á Gks. 11541 með til-
liti til handritanna AM 347 og AM 343. Hann komst fljótt að