Skírnir - 01.01.1985, Page 194
164
BERA NORDAL
SKÍRNIR
þeirri niðurstöðu að textar AM 347 og Gks. 11541 væru skrifaðir
með sömu hendi.29 Stefán telur að skrifarinn hafi fyrst ritað AM
347, bl. lr-84v, á íslandi en síðan hafi hann farið til Noregs og
skrifað Gks. 1154 I, bl. lr-60v. Seinna hefur þessi sami skrifari
bætt við réttarbótum í AM 347 og skrifað bl. 85r-94va, en þar
koma fram skýr norsk stafsetningaratriði, sem eru eins og í Gks.
11541, en eru ekki í fyrsta hluta bókarinnar. Hönd lb er lakari en
hönd la sem bendir til þess að skrifarinn hafi verið orðinn gamall
er hann bætti við bókina. Síðan lýkur Helgafellsritari við hand-
ritið og skrifar bl. 94vb-98r.30 Þessi hönd 2 er skyld þeirri er skrif-
aði Skarðsbók AM 350 og Stjórnarhandritið AM 226 folio, frá um
1360 sem er í Árnasafni í Kaupmannahöfn.31 Stefán Karlsson
hefur aftur á móti ekki getað heimfært skrift AM 343 á neinn
þekktan skrifara.
Áður en kannaður verður skyldleiki lýsinga Gks. 1154 I og ís-
lenskra handritalýsinga, mun gerð nánari grein fyrir handritunum
AM 347 og AM 343, sem skyldust eru Gks. 1154 I bæði í mynd-
efni og stíl.
AM 347folio
AM 347 folio er 98 blöð og er Jónsbók, sá hluti þess sem hér er til
umræðu, á bl. 8r-64r (stytt: AM 347 I). Fimm bálkar handritsins
hefjast á sögustöfum með stafleggjum og teinungum með spássíu-
myndum og eru þeir við upphaf Prologus, bl. 8r (mynd 3), Þing-
fararbálks, bl. 9r (mynd6), Kristinréttar, bl. 12r(mynd8),Mann-
helgisbálks, bl. 15v (mynd 12) og Þjófabálks, bl. 60v (mynd 20).
En handritið er svipur hjá sjón, því að skinnið er orðið dökkt og
lýsingar handritsins hafa látið mjög á sjá og er erfitt að greina
sumar myndanna. Verst er ástandið á bl. 9r við upphaf Þingfarar-
bálks (mynd 6), bæði innan sögustafsins, er sýnir guð föður í sæti
almættis, og á spássíum, þar sem rétt má greina myndirnar.32 En
upphaflega virðist þetta hafa verið glæsilegt handrit.
Handritið er þekkt undir nafninu Belgsdalsbók en Árni Magn-
ússon fékk það frá séra Jóni Loptssyni í Belgsdal 1685-86.33
Á spássíur handritsins eru skrifuð ýmis nöfn: Steinunn Jóns-
dóttir, Loptur Árnason 7. apríl 1644 og Árni Loptsson.34