Skírnir - 01.01.1985, Page 195
SKÍRNIR LÖGBÓKARHANDRITIÐ GKS. 1154IFOLIO
165
Steinunn Jónsdóttir er elsti þekkti eigandinn að bókinni. Hún
var dóttir Jóns Magnússonar lögréttumanns á Svalbarði á
Svalbarðsströnd (d. 1564), sem var talinn hafa átt AM 343 (sjá
síðar). Steinunn var gift Birni Jónssyni, syni Jóns Arasonar
biskups (1484-1550). Þriðji maður hennar var Eggert Hannesson
lögmaður (d. 1583), en hann átti m. a. Skarðsbók AM 350.35
Sonur hennar, Bjarni Björnsson frá Brjánslæk, hefur án efa erft
handritið, því að það er í eigu tengdasonar hans, Lopts Árnason-
ar, 7. apríl 1644. Árni Loptsson erfði síðan handritið eftir föður
sinn og frá honum gekk það til annars sonar Lopts, séra Jóns
Loptssonar í Belgsdal, er fyrr getur.36 Hvaðan Steinunn fékk
handritið er óvíst, en hún hefur e. t. v. erft það eftir föður sinn,
Jón Magnússon, og þar með tengjast handritin AM 347 og AM
343. Jón Magnússon var sonur Magnúsar sýslumanns Þorkels-
sonar að Skriðu í Reykjadal og hélt hann bú bæði að Skriðu og að
Svalbarði.
Handritið hefur að geyma Kristinrétt Árna Þorlákssonar á bl.
lr-8r, Jónsbók ábl. 8r-64r, réttarbæturEiríks konungsfrá2. júlí
1294 á bl. 64v-66r og Kristinrétt skv. Grágás á bl. 66r-84v.37 Síðan
fylgja ýmsar réttarbætur erkibiskupa frá 1280 fram undir 1342 á
bl. 85r-98r, og er síðust í tímaröð réttarbót Páls erkibiskups
(1336-1346) frá um 1342. Handritið hefur af flestum fræði-
mönnum verið talið lýst og skrifað á seinni hluta 14. aldar eða um
1400.5
AM 343folio
AM 343 folio er 90 blöð og hefur að geyma Jónsbók. Fjórir bálkar
lögbókarinnar hefjast með sögustöfum sem hafa stafleggi sem
teygjast upp og niður spássíur. Sögustafirnir hefja Prologus, bl.
lv (mynd 2), Þingfararbálk, bl. 2v (mynd 5), Mannhelgisbálk, bl.
14v (mynd 11) og Þjófabálk bl. 84r (mynd 19). Aðrirbálkarbyrja
með upphafsstöfum þar sem mest ber á ýmsu fléttuðu laufmunstri
og vafningum með dýra- og kynjamyndum. Þeir helstu eru við
upphaf Erfðabálks á bl. 24r, Rekabálks, bl. 63v og Far-
mannabálks á bl. 77v. Myndirnar eru vel varðveittar og litir eru
enn sterkir og bjartir.