Skírnir - 01.01.1985, Síða 198
168 BERA NORDAL SKÍRNIR
eða flæmsk handrit frá 14. öld þar sem þetta er mjög líkt og í ís-
lenskum handritum.40
Laufblöð eru mjög mismunandi í þessum þremur handritum,
allt frá rómönskum akantus-laufblöðum til gotneskra laufblaða
eins og eikar- og bergfléttulaufblaða. Laufblöðin eru líkust í Gks.
11541 og AM 3471. í Gks. 11541 eru bæði eikarlaufblöð sem eru
opin og hálf, bl. 9v (mynd 9), svo og tennt þríblaðalauf. Tennt þrí-
blaðalauf sjást einnig í AM 3471, bl. 12r (mynd 8) og AM 343, bl.
63v. í AM 347 I eru þar að auki bergfléttulaufblöð, bl. 8r (mynd
3). Akantuslaufblöð sjást aðeins í AM 343, þar sem þau eru sett
í vafninga. En þrátt fyrir að laufblöðin séu mjög lík í Gks. 11541
og AM 347 I verða þau aldrei eins stór og fyrirferðarmikil í AM
347 I og í Gks. 1154 I. í AM 347 I eru laufblöðin alltaf mjög fín-
gerð og lágstemmd miðað við heildina.
Persónurnar eru allar í kyrtlum, síðum eða stuttum, eða hvort
tveggja. Ef ermarnar eru langar, eru þær þröngar. Ef notaður er
undirkyrtill, er yfirkyrtillinn stuttur með víðum ermum eða pen-
dúlermum, en undirkyrtillinn hefur þá langar og þröngar ermar.
Hálsmálið er beint í Gks. 1154 I en bæði beint og hringskorið í
AM 347 I og AM 343. Kyrtlar eru yfirleitt stuttir í AM 343.
Nokkur atriði í sambandi við klæðnað gætu hjálpað til við
aldursákvörðun handritanna. Einkennandi fyrir klæðnaðinn,
einkum í AM 347 I, eru svokallaðar pendúlermar, en þá hangir
hluti ermanna niður eins og pendúll frá olnboga. Slíkar ermar
komust í tísku í Evrópu um og eftir 1340.41 Þær sjást einnig í AM
343. í Gks. 1154 I eru ermarnar víðar um olnboga, bl. lv (mynd
1) en einnig sést votta fyrir pendúlermum, þó að þær séu ekki al-
veg fullþróaðar, í sögustaf, bl. 57r (mynd 18). í Gks. 1154 I hafa
kyrtlarnir klaufar sem beygjast út, þannig að fóður þeirra sést, og
mynda þríhyrning.42 Þetta sést einnig í AM3471, bl. 8r (mynd 3).
Lágt þvert hálsmál, eins og sést hvað skýrast í Gks. 11541, kemst
heldur ekki í tísku fyrr en eftir 1340.
Höfuð eru lítil í handritunum þremur. Þetta sést vel í Gks. 1154
I, bl. lr (mynd 1) og AM 347 I, bl. 8r (mynd 3). Andlit eru breið
og búlduleit í AM 347 I, bl. 12r (mynd 8) og Gks. 1154 I, bl. 6r
(mynd 7). Persónur eru ungar og skegglausar með stutt hár nema
ein kvenvera sem hefur sítt hár í Gks. 1154 I, bl. 24r (mynd 13).