Skírnir - 01.01.1985, Page 200
170
BERA NORDAL
SKÍRNIR
Gull er notað í ríkum mæli í Gks. 11541 en í AM 347 I og AM
343 er notaður gulbrúnn litur í staðinn sem er þykkari en aðrir litir
í handritunum, og hefur hann sprungið töluvert.43
Litir eru áberandi og sterkir í AM 343 samanborið við hina
margtónuðu litfleti sem sjá má í hinum handritunum, en þar ber
mest á pastellitum í gotneskum anda, einkum á þetta við AM 347
I. En í AM 343 er litaskalinn mjög rómanskur í rauðum og bláum
litum. - Listamenn þessara þriggja handrita nota aldrei sömu
litasamsetningar þó að um sama myndefni sé að ræða.
Þrátt fyrir að sumar myndanna í Gks. 1154 I séu ólíkar, t. d. ef
bornar eru saman lýsingar við upphaf Prologus, bl. 11 (mynd 1)
og Erfðatal I, bl. 24r (mynd 13), bæði innan sögustafanna og á
spássíum, virðist handritið lýst af sama manni því að sömu ein-
kenni stíls hans sjást í öllum lýsingum handritsins, eins og andlits-
drættir, klæðafellingar og laufamunstur. Hins vegar hefur ekki
sami listamaður lýst bæði AM 347 I og AM 343.
En þegar á heildina er litið, er mun meira lagt í lýsingar Gks.
1154 I en hinna handritanna, þrátt fyrir að þær séu mjög misvel
gerðar.
Gks. 11541 og íslenskar handritalýsingar
íslensku handritin Stjórn AM 227 (mynd 22), Stjórn AM 226
(mynd 23), AM 347 I (mynd 3), Flateyjarbók Gks. 1005 folio44
(mynd 25), saltarabrotið Cod. fragm. Ps. 24, recto (mynd 24),
Gks. 1154 I (mynd 1) og AM 168 4to í Stofnun Árna Magnús-
sonar í Reykjavík hafa öll sögustafi með stafleggjum og út frá
þeim teinunga með spássíumyndum.45 í öllum þessum handritum
er almennt fyrirkomulag lýsinga á síðunum mjög líkt. Spássíu-
myndir með dýra- og kynjamyndum og bogmönnum í Gks. 1154
I (mynd 1) eru mjög svipaðar og í Stjórn AM 226 (mynd 23) og
saltarabrotinu (mynd 24). Aftur á móti eru myndir á spássíum í
AM227, Gks. 1005 og AM347, bl. 15v, margarhverjarframhald
atburða innan sögustafanna.
í þessum handritum eru teinungar yfirleitt frekar þunnir og ein-
faldir og enda í einu laufblaði eða þremur litlum eikar- eða þrí-
blaðalaufum. Dýrin eru einkar vel teiknuð og lifandi og þau atriði
sem sýnd eru á spássíum einföld og ákveðin í uppbyggingu.